[Talk-is] Innflutningur GNS gagna á OpenStreetMap Íslandskortið

Ævar Arnfjörð Bjarmason avarab at gmail.com
Thu Dec 25 02:27:28 GMT 2008


Ég skoðaði í dag hið fátæklega kort sem verkefnið er með af Færeyjum
og kom þá í ljós að fullt af gögnum var komið á það:

http://informationfreeway.org/?lat=62.12324780616773&lon=-6.92960167584134&zoom=10&layers=00000F0B0F
http://download.geofabrik.de/osm/europe/faroe_islands.osm.bz2 - Sést
mun betur í OSM skránni

Það kom í ljós að þessi gögn eru nánast öll úr svokölluðum GNS grunni
NGA eða National Geospatial-Intelligence Agency:

http://earth-info.nga.mil/gns/html/namefiles.htm

Þarna er hægt að ná safn af punktum af ýmsum gerðum á Íslandi og eru
engar takmarkanir á notkun þeirra (public domain).

Ég fann forritið á OSM wiki-inu sem notað var til að búa til
Færeyjakortið og er það í uppfærðri útfærslu hérna:

http://git.nix.is/?p=avar/gns-to-osm;a=tree;h=master;hb=master

Í "ic" möppunni er ODS skrá með töfluriti yfir gögnin í hráu formi,
.OSM skrá sem hægt er að skoða t.d. í JOSM, .txt skrá eins og hún
kemur frá NGA, og að lokum "unrendered" skrá með lista yfir hluti í
grunninum sem ekki er verið að búa til samsvarandi OSM hluti fyrir í
OSM skránni, sem dæmi eru jöklar (GLCR) ekki settir inn og ekki heldur
vöð (FORD), en lítið mál að bæta því inn eftir þörfum.

Vondu fréttirnar eru þær að þessir punktar eru nokkuð ónákvæmir, bara
fjöllum og dölum skakar 500m-1km út um allar trissur þar sem ég hef
skoðað gögnin:

OSM gögnin núna: http://flickr.com/photos/avarab/3133771125/sizes/o/
GNS gögnin: http://flickr.com/photos/avarab/3133777841/sizes/o/
OSM og GNS hlið við hlið: http://flickr.com/photos/avarab/3133764871/sizes/o/

Þarna er t.d. Hestskarð komið upp á næsta fjallshrygg, eyðibýli í
Héðinsfirði stendur nánast úti í miðju vatni. Ef höfuðborgarsvæðið er
svo skoðað er Tjörnin staðsett við Reykjavíkurflugvöll, en á hinn
boginn eru aðrir hlutir eins og Geldingarnestá og Hafravatn á sínum
stað.

Það verður stórt verkefni að færa þessi gögn inn, og þyrfti að skipta
þeim upp og hafa þann háttinn á að taka t.d. bara jökla út úr skránni,
finna þá á Landsat og teikna þá, færa sig svo á næsta punkt. Það er
tilturulega auðvelt að gera þetta með t.d. fjöll og víkur en ómögulegt
með sveitabæji, fossa, vöð og aðra smáa hluti.

Á hinn boginn eru þetta hlutir sem seint verða inn á OSM kortinu, við
höfum hingað til verið að kortleggja hluti í vegakerfinu og voða lítið
mestallt sem er í þessari skrá, þá er spurning hvort betra sé að hafa
þetta allt inni ónákvæmt núna og laga það seinna í stað þess að það
sitji á hakanum að koma þessu inn.


More information about the Talk-is mailing list