[Talk-is] Þjóðvegaflokkun

Ævar Arnfjörð Bjarmason avarab at gmail.com
Thu Mar 26 14:48:32 GMT 2009


2009/3/26 Bjarki Sigursveinsson <bjarki at gmail.com>:
> Mér finnst þetta ágætt. Ég sé þó ekki ástæðu til að gera þjóðvegi 1
> hærra undir höfði en öðrum stofnvegum. Annars hef ég tvær
> athugasemdir:

Hringvegurinn hefur sérstöðu sem stofnvegur stofnveganna og þar sem
highway=trunk er flokkað sem "stærra" en highway=primary finnst mér
fínt að nota það fyrir hann, þetta er yfirleitt svona á kortum sem
maður hefur séð af Íslandi.

Ég prófaði að breyta Hringveginum á þennan hátt og líka Akrafjalls og
Akranesvegi, hvernig finnst þér:
http://matt.sandbox.cloudmade.com/?zoom=10&lat=64.33915&lon=-21.98101&layers=B0

> Fjórar hálendisleiðir (Kaldidalur, Kjalvegur, Sprengisandsleið og
> Fjallabaksleið nyrðri) eru skilgreindar sem "stofnvegir á hálendi".
> Það er spurning hvort að þessar leiðir ættu að vera primary eins og
> aðrir stofnvegir?

Ég myndi frekar merkja þá highway=tertiary sem smekksatriði þar sem í
praxís eru þetta sögulegir stofnvegir en aðallega
landsvegir/fjallvegir eins og þeir eru notaðir. En það þarf að troða
þeim í annan hvorn flokkinn.

> Þetta kerfi tekur ekki afstöðu til vega í þéttbýli. Það eru fáir
> þjóðvegir á höfuðborgarsvæðinu, eiginlega bara stærstu
> stofnbrautirnar. Aðrar götur og vegir eru í eigu sveitarfélaga og þar
> þarf annarskonar flokkun. Ég legg þó til að primary sé aðeins notað um
> þjóðvegi.

Mér finnst að bæjir ættu að vera sértilfelli. Óháð raunverulegri stærð
veganna ættu aðalvegir að vera highway=primary, t.d. Miklabraut,
Hringbraut og Reykjanesbraut. Aukavegir út frá þeim með minni umferð
highway=secondary, t.d. Nýbýlavegur og Suðurlandsbraut, og svo að
lokum higway=tertiary fyrir t.d. Bæjarbraut í garðarbæ fyrir vegi sem
eru aðallega notaðir til að fara innan íbúðarhverfis.

Það væri þægilegt að geta strax séð það hvort eitthvað er þjóðvegur
með aðal highway= gildi hans, en til að það séu raunveruleg not af því
þyrfti það ekki aðeins að gilda um primary (stofnvegi) heldur líka
secondary (tengivegi), og t.d. bara á höfuðborgarsvæðinu er ansi mikið
af slíkum þjóðvegum:

http://is.wikipedia.org/wiki/Listi_yfir_%C3%BEj%C3%B3%C3%B0vegi_%C3%A1_%C3%8Dslandi#Reykjanes_og_h.C3.B6fu.C3.B0borgarsv.C3.A6.C3.B0i.C3.B0

Þá finnst mér betra að halda núverandi skipulagi innanbæjar og
þjóðvegir séu aðgreindir á því að þeir séu með ref= númer, það sést
vel á aðalkortinu og í flestum forritum sem nota gögnin hvaða ref=
númer vegir eru með:

http://openstreetmap.org/?lat=64.1148&lon=-21.8696&zoom=13&layers=B000FTF

Hinn kosturinn er að koma öllu frá Miklubraut til smárra íbúðargata í
secondary/tertiary/unclassified/residential/service og ef
innanbæjarvegir eiga ekki að stíga á tærnar á neinu í
þjóðvegaflokkuninni bara residential/service.

> 2009/3/26 Ævar Arnfjörð Bjarmason <avarab at gmail.com>:
>> 2009/3/5 Ævar Arnfjörð Bjarmason <avarab at gmail.com>:
>>> En kannski rökréttara að gera þetta svona:
>>>
>>> Primary=Stofnvegir
>>> Secondary=Tengivegir
>>> Tertiary=Landsvegir
>>> Unclassified=Héraðsvegir
>>>
>>> "unclassified" er þó litið á sem svipað og highway=residential af
>>> öllum tólum sem kannski hæfir ekki þjóðvegi.
>>
>> Ég er að spá í að fara breyta þessu í þetta bráðum, þó með þá
>> undantekningu að hafa þjóðveg 1 highway=trunk.
>>
>> Mótmæli?
>> _______________________________________________
>> Talk-is mailing list
>> Talk-is at openstreetmap.org
>> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>>
>
>
>
> --
> Bjarki Sigursveinsson
> bjarki at gmail.com
> +354 8215644
> Múlalandi 12 (403)
> 400 Ísafjörður, Iceland
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>




More information about the Talk-is mailing list