<html>
<head>
<meta content="text/html; charset=ISO-8859-1"
http-equiv="Content-Type">
</head>
<body bgcolor="#FFFFFF" text="#000000">
Hæ aftur.<br>
<br>
Allir póstkassarnir og pósthúsin eru komin inn. Ef það var þegar
póstkassi nálægt lét ég hann njóta vafans nema í tveim tilvikum
þegar loftmyndirnar gáfu greinilega til kynna að hann gæti ekki
verið þar. Í held ég tveim tilvikum færði ég póstkassan yfir á
staðsetninguna sem gögn Íslandspóst gáfu til kynna. Setti inn
OpenStreetBugs færslu ef ég sá ástæðu til þess að merkja að athuga
þyrfti staðsetningu póstkassanna við næsta tækifæri.<br>
<br>
Þetta var annars fljótgerðara en ég áætlaði þar sem ég einfaldlega
notaði Overpass API til að ná í alla þegar skráða póstkassa á
landinu og bar saman við staðsetningarnar sem við fengum.<br>
<br>
Varðandi pósthúsin lét ég staðsetningu Íslandspósts ráða. Ástæðan
var fyrst og fremst sú að Íslandspóstur er í betri aðstöðu til að
vita hvar pósthúsin sín eru staðsett, t.d. í þeim tilfellum sem
okkar upplýsingar eru úreltar. Í þeim tilvikum gerði ég einfaldlega
merge frá nóðunni sem var þá þegar yfir í staðsetningu frá
Íslandspósti. Pósthúsið á Hellissandi var fjarlægt (tagið tekið af)
enda hætti það að vera pósthús í október árið 2009.<br>
<br>
To-do fyrir ykkur: Setja inn nöfn útibúana, heimilisföng þeirra,
opnunartíma og rekstraraðila ef hann er annar en Íslandspóstur.<br>
<br>
Með kveðju,<br>
Svavar Kjarrval<br>
<br>
<div class="moz-cite-prefix">On 21/10/12 20:24, Svavar Kjarrval
wrote:<br>
</div>
<blockquote cite="mid:50845A08.10608@kjarrval.is" type="cite">
<meta http-equiv="content-type" content="text/html;
charset=ISO-8859-1">
Hæ.<br>
<br>
<a moz-do-not-send="true" class="moz-txt-link-freetext"
href="http://osm.is/gogn/%c3%8dslandsp%c3%b3stur/Uppl%c3%bdsingar_og_Hnit_P%c3%b3stkassar_P%c3%b3sth%c3%bas.ods">http://osm.is/gogn/%c3%8dslandsp%c3%b3stur/Uppl%c3%bdsingar_og_Hnit_P%c3%b3stkassar_P%c3%b3sth%c3%bas.ods</a><br>
<br>
Fengum gögn frá Íslandspósti með hnitum póstkassa og pósthúsa á
landinu. Hef því miður svo mikið að gera þessa dagana að mér datt
í hug að dreifa verkum aðeins til að flýta fyrir innsetningu
gagnanna inn á OSM. Ef ég enda á að sjá einn um þetta gæti liðið
einhver tíma þar sem gögnin fara inn.<br>
<br>
Þið þurfið ekki að setja önnur tög en amenity=post_box á nóðurnar
í bili. Öðrum tögum er hægt að redda síðar ef þarf en meira máli
skiptir að póstkassarnir og pósthúsin rati inn sem fyrst sem nóður
(eða ways).
<meta http-equiv="content-type" content="text/html;
charset=ISO-8859-1">
Myndi setja þetta inn með skítamixi ef ég hefði ekki svo miklar
áhyggjur að það gætu verið tveir póstkassar á litlu svæði vegna
þess að það væri póstkassi þar þá þegar. Sama gildir með pósthús.<br>
<br>
<a moz-do-not-send="true"
href="https://wiki.openstreetmap.org/wiki/Postbox">https://wiki.openstreetmap.org/wiki/Postbox</a>
fyrir önnur tög, ef þið nennið.<br>
<br>
Möguleg leið væri að niðurhala einu svæði í einu, eins og
sveitarfélagi, í JOSM. Síðan fara í add node og slá inn hnitin sem
eru í skránni og sjá hvort það eru póstkassi í stuttri fjarlægð.
Ef það er póstkassi þar þá þegar, afritið tögin af honum, setja á
þann nýja, og eyða hinum gamla. Einnig er hægt að færa hinn með
því að breyta hnitunum handvirkt. Þið gætuð tekið að ykkur
landsfjórðung eða nokkur póstnúmer í einu. Látið bara vita hér á
listanum svo það sé enginn tvíverknaður í gangi. Eða setjið
eitthvað upp á Wiki-inu.<br>
<br>
Einhverjir sjálfboðaliðar? Póstnúmer á dag kemur skapinu í lag!<br>
<br>
Með kveðju,<br>
Svavar Kjarrval<br>
</blockquote>
<br>
</body>
</html>