<html>
<head>
<meta http-equiv="content-type" content="text/html; charset=ISO-8859-1">
</head>
<body bgcolor="#FFFFFF" text="#000000">
Hæ.<br>
<br>
Frá og með deginum í dag er hægt að skrá sig inn á niðurhalssíðu
kortagagna hjá Landmælingum Íslands og fá kortagögn stofnunarinnar
undir nýjum skilmálum[1]. Þeir eru byggðir á Open Government Licence
og það eru fordæmi fyrir því að gögn undir því leyfi hafi verið
formlega sett inn á OSM. Við getum því byrjað að undirbúa
innleiðingarferlið fyrir þau gögn. Gagnamagnið er það mikið að við
ættum (helst) að nota formlega ferlið.<br>
<br>
Ætla að skoða gögnin nánar og reyna að búa til lista yfir þau
helstu. Við getum síðan í framhaldinu ákveðið forgangsröðunina.
Einnig finnst mér að stofnfundurinn 24. október næstkomandi ætti að
þakka Landmælingum Íslands fyrir gagnaframlagið.<br>
<br>
[1]
<meta http-equiv="content-type" content="text/html;
charset=ISO-8859-1">
<a
href="http://www.lmi.is/wp-content/uploads/2013/10/Leyfi-fyrir-gjaldfrj%C3%A1ls-g%C3%B6gn-LM%C3%8D-Almennir-skilm%C3%A1lar.pdf">http://www.lmi.is/wp-content/uploads/2013/10/Leyfi-fyrir-gjaldfrj%C3%A1ls-g%C3%B6gn-LM%C3%8D-Almennir-skilm%C3%A1lar.pdf</a><br>
<br>
Með kveðju,<br>
Svavar Kjarrval<br>
</body>
</html>