<html>
  <head>

    <meta http-equiv="content-type" content="text/html; charset=ISO-8859-1">
  </head>
  <body bgcolor="#FFFFFF" text="#000000">
    Hér með er formlega boðað til stofnfundar félags sem hefur þann
    tilgang að vera í forsvari fyrir málstað opinna og frjálsra
    landupplýsingagagna eins og þau sem OpenStreetMap heldur utan um.
    Stofnfundurinn mun eiga sér stað í salnum Kórinn á 1. hæð Bókasafns
    Kópavogs[1] fimmtudaginn 24. október 2013 klukkan 17-19. Open Access
    vikan er 21. til 27. október og er táknræn fyrir það sem félagið mun
    standa fyrir.<br>
    <br>
    Nafn félagsins er ekki fastslegið og er opið fyrir tillögur þar til
    stofnfundur tekur ákvörðun. Þær tillögur sem hafa borist eru:<br>
    Almenna kortafélagið<br>
    Almenna landupplýsingafélagið<br>
    Hið Almenna land[a]fræðifélag (HAL)<br>
    <br>
    Meðfylgjandi eru drög að samþykktum félagsins en þær gætu tekið
    breytingum í meðförum stofnfundar.<br>
    <br>
    [1]
    <meta http-equiv="content-type" content="text/html;
      charset=ISO-8859-1">
    <a
href="http://www.openstreetmap.org/?mlat=64.11163&mlon=-21.90930#map=17/64.11163/-21.90930">http://www.openstreetmap.org/?mlat=64.11163&mlon=-21.90930#map=17/64.11163/-21.90930</a><br>
    <br>
    Með kveðju,<br>
    Svavar Kjarrval<br>
    <br>
    --------------------------------------<br>
    Drög að lögum félagsins:<br>
    <br>
    1. gr. <br>
    Félagið heitir ...<br>
    <br>
    2. gr. <br>
    Heimili félagsins og varnarþing er lögheimili formanneskju
    félagsins.<br>
    <br>
    3. gr. <br>
    Tilgangur félagsins er að vera í forsvari fyrir málstað opinna og
    frjálsra landupplýsingagagna.<br>
    <br>
    4. gr.<br>
    Tilgangi sínum hyggst félagið ná með almennum kynningum á málstaðnum
    ásamt samskiptum við hið opinbera og aðra aðila eftir því sem þörf
    er á.<br>
    <br>
    5. gr. <br>
    Rétt á að ganga í félagið eiga allir þeir sem eru hlynntir markmiðum
    þess. Skráning í félagið skal ætíð vera í boði.<br>
    <br>
    6. gr. <br>
    Starfstímabil félagsins er almanaksárið.  Á aðalfundi skal stjórn
    gera upp árangur liðins árs.  Aðeins félagsmenn hafa atkvæðisrétt á
    aðalfundi en allir skulu hafa málfrelsi og tillögurétt.<br>
    <br>
    7. gr. <br>
    Aðalfund skal halda eigi síðar en 1. júní ár hvert og skal boða til
    hans með að minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti,
    sem meðal annars telst sem tilkynning send á netföng félagsmanna. 
    Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Ef aðalfundur telst
    ekki löglega boðaður skal boða til nýs aðalfundar að viku liðinni.
    Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála.<br>
    <br>
    Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:<br>
    1. Kosning fundarstjóra og fundarritara<br>
    2. Skýrsla stjórnar lögð fram<br>
    3. Reikningar lagðir fram til samþykktar<br>
    4. Lagabreytingar<br>
    5. Ákvörðun félagsgjalds<br>
    6. Kosning stjórnar<br>
    7. Önnur mál<br>
    <br>
    Heimilt er að leyfa félagsmönnum að taka þátt í aðalfundarstörfum og
    greiða atkvæði með rafrænum hætti. Þátttaka með rafrænum hætti telst
    mæting. Stjórn setur nánari reglur um framkvæmd rafrænna kosninga.<br>
    <br>
    8. gr.<br>
    Stjórn félagsins skal skipuð 3 félagsmönnum, formanneskju og 2
    meðstjórnendum,  kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn.  Stjórnin
    skiptir með sér verkum.  Stjórn félagsins fer með málefni félagsins
    milli aðalfunda.  Formanneskja boðar til funda.  Firmaritun og
    prókúra er í höndum meirihluta stjórnar. <br>
    <br>
    9. gr.<br>
    Ákvörðun um félagsgjald skal tekin á aðalfundi. Greiðsla þeirra skal
    vera valkvæð. Félaginu er heimilt að taka við styrkjum ásamt því að
    standa í sölu á vöru eða þjónustu í þeim tilgangi að fjármagna
    starfsemi þess.<br>
    <br>
    10. gr. <br>
    Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið í samræmi
    við tilgang félagsins. Sé hann ekki allur nýttur á einu
    starfstímabili skal afgangurinn flytjast yfir á það næsta.<br>
    <br>
    11. gr.<br>
    Lagabreytingar skulu eingöngu eiga sér stað á aðalfundi. Tillögur um
    lagabreytingar skulu hafa borist stjórn félagsins 10 dögum fyrir
    aðalfund. Þær skulu sendar félagsmönnum í tölvupósti með minnst viku
    fyrirvara fyrir aðalfund. Þær skulu eingöngu teljast samþykktar ef
    þær teljast löglega kynntar og hljóta 2/3 hluta atkvæða þeirra
    félagsmanna sem mættir eru á löglegan aðalfund.<br>
    <br>
    12. gr. <br>
    Ákvörðun um slit félagsins verður eingöngu tekin á aðalfundi með
    einföldum meirihluta atkvæða. Skulu eignir þess að frádregnum
    skuldum vera færðar til Félags um Stafrænt Frelsi á Íslandi til
    varðveislu þar til annað félag er stofnað sem telst vera sannarlegur
    arftaki félagsins.<br>
    <br>
    Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi félagsins.<br>
    Dagsetning: 24.10.2013.<br>
  </body>
</html>