[josm-dev] Þýðing á JOSM á íslensku
Ævar Arnfjörð Bjarmason
avarab at gmail.com
Sat Feb 21 16:00:12 GMT 2009
Ég byrjaði fyrir einhverju að þýða JOSM ritilinn á íslensku hægt, og
hef tekið smá törn á því aftur. DaníelG hefur einnig verið að hjálpa
við þýðinguna og er tilgangur þessa pósts að fá fleiri til aðstoðar.
Þýðingarsíðan er á launchpad þannig auðveld að þýða ritilinn í gegnum
vefviðmót: https://translations.launchpad.net/josm/trunk/+pots/keys/is
Um 17% af strengjum í forritinu eru núna þýdd, en stærri hluti
viðmótsins en svo, enda eru margir strengir einhver skilaboð sem sjást
sjaldan.
Þar sem aðeins 17% af viðmótinu er núna á íslensku er þýðingin ekki í
aðal JOSM útgáfunni, en þeir miða við 30% til að þýðingar séu pakkaðar
með ritlinum. En ég útbý og hleð upp útgáfu sem inniheldur íslensku
útgáfuna þegar ég er að vinna í þessu:
http://u.nix.is/josm-custom-is.jar
Til að nota íslenskuna er farið í Preferences (F12)->Display
settings->Look and feel->Language->Íslenska. Þá er hægt að skoða
þýðinguna og nota svo leitarfídusinn á launchpad til að leita að og
þýða strengi sem eru óþýddir.
Margar þessar þýðingar eru einfaldar, t.d. nær allt í Forstillingar
þar sem þarf að þýða einfalda hluti eins og "Shoes" í "Shops" hlutanum
sem "Skóbúð", svo dæmi sé nefnt.
Það eru þó margir hlutir sem ég er óviss á hvernig á að þýða:
* highway=primary/secondary/tertiary/unclassified = ??
* highway=bridleway = ??
Og svo grundvallarhlutir eins og:
* node/way/relation = nóða/vegur/vensl eða hnútur/vegur/vensl (DaníelG
fór að nota það síðara, ég veit ekkert hvort telst réttara)
More information about the josm-dev
mailing list