[Talk-is] Innflutningur GNS gagna á OpenStreetMap Íslandskortið

Thorir Jonsson thorirmar at gmail.com
Fri Dec 26 12:35:38 GMT 2008


Þetta er spennandi grunnur að skoða, og eflaust góður ef notaður
samhliða landsat myndunum og góðri staðar (e. local) þekkingu.

> Á hinn boginn eru þetta hlutir sem seint verða inn á OSM kortinu, við
> höfum hingað til verið að kortleggja hluti í vegakerfinu og voða lítið
> mestallt sem er í þessari skrá, þá er spurning hvort betra sé að hafa
> þetta allt inni ónákvæmt núna og laga það seinna í stað þess að það
> sitji á hakanum að koma þessu inn.

Ég held að við ættum ekki að dömpa öllum grunninum inn í OSM á meðan
við vitum ekki hversu mikil skekkjan er.  1 km random skekkja gefur
okkur rúmlega þriggja ferkílómetra svæði fyrir hvern hlut.  Ég er á
þeirri skoðun að engin gögn séu betri en röng gögn (að minnsta kosti
þegar skekkja er orðin nokkur hundruð metrar).  Næsta mál væri að
reyna að komast að því hver meðal skekkjan sé, og taka svo ákvörðun um
innsetningu gagnanna í samræmi við það.

Þangað til er auðvitað hið besta mál að færa gögnin handvirkt inn með
hjálp Landsat.




More information about the Talk-is mailing list