[Talk-is] OpenStreetMap og Fjallabyggð

Ævar Arnfjörð Bjarmason avarab at gmail.com
Wed Apr 1 17:27:11 BST 2009


Það er núna búið að kortleggja Ólafsfjarðarbæ að mestu, ég keyrði
þarna um um daginn:

http://www.openstreetmap.org/?lat=66.07243&lon=-18.64797&zoom=15

Þó væri enn hjálplegt að fá umrædd gögn til að gera kortið nákvæmara.

2008/11/17 Ævar Arnfjörð Bjarmason <avarab at gmail.com>:
> Ok, takk fyrir það og gott að vita að þetta er í einhverju ferli.
>
> 2008/11/17 Ingibjörg Magnúsdóttir <ingibjorgm at fjallabyggd.is>:
>> Sæll Ævar..
>>
>> Jú ég fékk póstinn frá þér, en hafði ekki tíma þá til að skoða þetta og því miður þá bara gleymdi ég þessu.
>> Ég þarf að gefa mér tíma til að skoða þetta og ræða við yfirmenn sveitafélagsins varðandi þetta.  Get ekki tekið ákvarðanir ein.
>>
>> Er að fara í frí fram yfir helgi, skoða þetta í næstu viku.
>>
>> Kv. Ingibjörg
>>
>> -----Original Message-----
>> From: Ævar Arnfjörð Bjarmason [mailto:avarab at gmail.com]
>> Sent: 17. november 2008 13:40
>> To: Ingibjörg Magnúsdóttir
>> Subject: Re: OpenStreetMap og Fjallabyggð
>>
>> Sæl Ingibjörg, vildi áfrámsenda þetta á þig aftur þar sem ég fékk ekki
>> svar í október, kannski hefur þetta farið fram hjá þér.
>>
>> 2008/10/4 Ævar Arnfjörð Bjarmason <avarab at gmail.com>:
>>> Sæl Ingibjörg, ég talaði við þig í dag á sjávarútvegssýningunni í dag
>>> um OpenStreetMap, hérna eru tveir tenglar í verkefnið:
>>>
>>> Kortið: http://openstreetmap.org/
>>> Wiki síða: http://wiki.openstreetmap.org/index.php/Main_Page
>>>
>>> Það er líka undirverkefni fyrir Ísland og samsvarandi póstlisti:
>>>
>>> http://wiki.openstreetmap.org/index.php/WikiProject_Iceland
>>> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>>>
>>> Það væri mjög gott að öll frekari samskipti varðandi aðgang
>>> OpenStreetMap (og annara) að aðalskipulagi og öðrum kortagögnum
>>> Fjallabyggðar færu fram á talk-.is póstlistanum, bæði til að við eigum
>>> opinbera skjalaslóð af þessum samskiptum og svo aðrir áhugasamir geti
>>> tekið þátt.
>>>
>>> Varðandi leyfis- og höfundaréttarmál er allt efni á OpenStreetMap
>>> gefið út undir Creative Commons Attribution-Share Alike 2.0 leyfinu
>>> sem tryggir hverjum sem er afnot af gagnasafninu auk rétts til að
>>> deila því áfrám svo lengi sem höfunda er getið og efnið er áfrám gefið
>>> undir sama leyfi, hægt er að lesa allt leyfið hér:
>>> http://creativecommons.org/licenses/by-sa/2.0/
>>>
>>> Til þess að OSM verkefnið geti notað gögn frá fjallabyggð þyrfti
>>> rétthafi eða rétthafar fyrir þeim (t.d. fulltrúi bæjarstjórnar ef
>>> bærinn er leyfishafi) að skrifa upp á að gögnin megi nota undir þessu
>>> leyfi svo hægt sé að nota þau til kortagerðar.
>>>
>>> Þegar það er komið er það praktískt vandamál hvernig við notum hver
>>> þau gögn sem þið egið til að teikna upp kort í OSM grunninum og er það
>>> eitthvað sem eflaust er hægt að leysa á einfaldan hátt enda er OSM
>>> þegar að nota mikið af gögnum frá hinum ýmsu stöðum.
>>>
>>
>




More information about the Talk-is mailing list