[Talk-is] Þjóðvegaflokkun

Bjarki Sigursveinsson bjarki at gmail.com
Wed Apr 1 18:00:18 BST 2009


Motorway er samt sá flokkur sem ég hefði haldið að væri auðveldast að
skilgreina þvert á landamæri, semsagt sem margra akreina veg þar sem
akstursstefnur eru aðgreindar, öll gatnamót mislæg og hraðatakmörk
hærri en á almennum vegum. Þetta er yfirleitt lögformlega aðgreindur
flokkur vega þar sem ýmsar aðrar takmarkanir gilda á umferð
(hjólreiðar og hægfara ökutæki bönnuð t.d.) en á öðrum vegum. Svona
vegir eru ekki skilgreindir á Íslandi en Reykjanesbrautin kemst
sennilega næst því að falla í þennan flokk. Ég vil ekki hnika öllum
vegum upp um einn flokk vegna þess að það gæti vel komið til þess í
framtíðinni að tilteknir íslenskir vegir verði settir í flokk
hraðbrauta sem séu æðri en stofnvegir. Motorway ætti að vera frátekið
fyrir slíkt ef og þegar að því kemur. Ef það er vandamál að nota
unclassified á héraðsvegum þá legg ég frekar til að þeir séu tertiary
eins og landsvegir. Í raun eru ekki forsendur til að segja að
landsvegir séu æðri/mikilvægari flokkur en héraðsvegir.

2009/4/1 Ævar Arnfjörð Bjarmason <avarab at gmail.com>:
> 2009/3/30 Bjarki Sigursveinsson <bjarki at gmail.com>:
>> Tillaga:
>> Stofnvegur á hálendi: Taggað sem secondary vegna mikilvægis umfram
>> aðra landsvegi og "network=SL". Venslin fyrir nr. 35 væru þá
>> network=S;SL.
>
> Ég vissi ekki að þessir vegir væru stofnvegir og landsvegir, ég hélt
> að sumir partar væru stofnvegur og hinn landsvegur. En þetta hljómar
> vel eins og þú setur þetta fram. Endilega bæta þessu á wiki-ið.
>
> En reyndar, eftir að hafa lesið umræður á aðal talk póstlistanum þess
> efnis að það væri best að hunsa hvað "motorway", "trunk" o.fl. er
> skilgreind sem á wiki-inu og einfaldlega varpa þessum flokkum á
> vegakerfi viðkomandi lands eftir mikilvægi þeirra (þarna var verið að
> tala um Gvæjana), og sökum þess að svo virðist sem mörg forrit sem
> nota OSM gögnin fatti ekki að highway=unclassified geti haft ref=
> líka, þar sem highway=unclassified er upprunalega frá Bretlandi þar
> sem þessir vegir eru sérstaklega óflokkaðir án tilvísunarnúmers hef ég
> verið að íhuga eftirfarandi:
>
> highway=motorway = Þjóðvegur 1
> highway=trunk = Stofnvegur
> highway=primary = Tengivegur
> highway=secondary = Landsvegur
> highway=tertiary = Héraðsvegur
>
> Þ.e. að bæta motorway í skemað og ýta öllu upp um eitt sæti.
>
> Þá væri hægt að nota unclassified í einhverja vegi sem væru með öllu óflokkaðir.
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>



-- 
Bjarki Sigursveinsson
bjarki at gmail.com
+354 8215644
Múlalandi 12 (403)
400 Ísafjörður, Iceland




More information about the Talk-is mailing list