[Talk-is] Requesting help to get started adding new data

baldvin at baldvin.com baldvin at baldvin.com
Sun Apr 19 22:56:10 BST 2009


Var ekki viss hvað hentaði eða væri við hæfi. Íslenska er bara fínt mál. Held mig þá bara við það héðan í frá.

Ég ætla að setja peninga (vinnu, tæki) í að rekja ferla og vinna gögn inn í grunninn eins og þarf og eins og við ráðum við, frekar en að nota þessa sömu peninga í að borga kortaframleiðslufyrirtækjum sem vinna á lokuðum grunnum fyrir aðgang að þeirra gögnum. Mig vantar ekki meiri kortagæði heldur en hægt verður að ná með osm svo fremi að við fyllum bara upp í þau göt sem þar eru eftir atvikum. OSM ætla ég svo að nota í verkefni sem er veflægt og mig vantar einmitt svona grunn fyrir.

Mig vantar að heyra hvað menn eru almennt að gera. Getum við gert trace með commercial tækjum eða þurfum við að reyna að finna ákv. gerð af gps tækjum? Hvað leggja menn til, hvað er "ásættanlegt" og hvernig myndu menn almennt vilja að gögnum væri bætt við. Ég er með nokkur tæki nú þegar, garmin og trimble ofl., en allt "ódýrar" commercial gerðir.

Jafnframt, spurning hvort ég þurfi að útbúa stoðforrit til að flokka niður trace of for-merkja þau með götuheitum o.þ.h. eða hvort svona forrit (söfnunarforrit) séu til nú þegar? Nenni síður að vinna mikið við gögnin eftir söfnun til að splitta upp ferlum o.s.frv. Ef þetta er vel undirbúið sýnist mér eins og það sé hægt að ryðja mjög hratt inn viðeigandi gögnum ef þetta er gert skipulega. Eða er ég of bjartsýnn?

Ég veit ekki hvernig ég kem svo gögnunum sem ég safna fyrir í grunninum sjálfum. Gæti vel þegið aðstoð við það hvernig best er að standa að því eða jafnvel bara samvinnu við einhvern sem kann það nú þegar og er í stuði til að bæta þetta annars frábæra gagnasafn enn frekar.

Með þökk,
Baldvin Hansson

> -----Original Message-----
> From: talk-is-bounces at openstreetmap.org [mailto:talk-is-
> bounces at openstreetmap.org] On Behalf Of Ævar Arnfjörð Bjarmason
> Sent: 19. apríl 2009 21:39
> To: OpenStreetMap in Iceland
> Subject: Re: [Talk-is] Requesting help to get started adding new data







More information about the Talk-is mailing list