[Talk-is] Viljið þið skrifa frétt um OpenStreetMap?
Ævar Arnfjörð Bjarmason
avarab at gmail.com
Sun Dec 6 21:31:25 GMT 2009
Ég er þáttakandi í OpenStreetMap verkefninu sem er samvinnuverkefni
fyrir fólk á öllum aldri þar sem fólk býr til kort af umhverfi sínu
sér til skemmtunar og hagsbóta.
Hér sést Íslandkortið:
http://osm.org/go/e1o2D--
Og hér er tölvupóstur sem ég var að senda á FSFÍ/RGLUG sem fjallar um
stöðu verkefnisins og það sem hefur gerst í því á síðasta ári:
http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/2009-December/000333.html
Ef þið (fréttastofur sem ég er að hafa samband við) hafið áhuga á að
skrifa um verkefnið stutta (eða jafnvel langa) frétt hafið þá endilega
samband við mig.
Aftir af þessum pósti er sent á OpenStreetMap póstlistann fyrir Ísland.
More information about the Talk-is
mailing list