[Talk-is] Landmælingar Íslands biðja um kynningu á OpenStreetMap

Thorir Jonsson thorirmar at gmail.com
Mon Feb 16 15:15:41 GMT 2009


Sælir,

Ég held að það gæti verið sniðugt að safna gps punktum á Álftanesinu.
Það er lítið komið á kortið þar, og nesið stendur svolítið eitt og
sér.  Ég held því að það gæti komið vel út sýna LMÍ þegar þið setjið
Álftanesið á kortið.  Svo þegar þið eruð svo búnir að bæta þessu í
gagnagrunninn væri upplagt að sýna þeim þetta á mínútu uppfærða
kortinu hjá Cloudmade: http://matt.sandbox.cloudmade.com/
Eins væri hægt að processa tiles at home flísar og sýna þeim.

Vildi að ég gæti komið með ykkur í þetta, en það er víst tómt mál að tala um.

Kveðja frá Köben,
Þórir Már

2009/2/16 Þórir Tryggvason <thorir at tmail.is>:
> Ég er til ef tími finnst sem hentar...
>
> /ÞT
>
> 2009/2/16 Ævar Arnfjörð Bjarmason <avarab at gmail.com>
>>
>> 2009/2/10 Ævar Arnfjörð Bjarmason <avarab at gmail.com>:
>> > Það er engin ákveðin dagsetning komin á þetta en ég nefndi einhvern
>> > föstudaginn, t.d. 20. febrúar og þeir komu til baka með tímann 11:00
>> > eða 13:00 þann dag. Þetta er ekkert nelgt niður en fyrir mig væri
>> > föstudagur fínn, og 13:00 t.d. gefur ágætis tíma þar sem LMÍ lokar kl.
>> > 16:00.
>>
>> Það er búið að negla þetta niður kl 13:00 á föstudaginn.
>>
>> Ég ætla að skreppa eitthvað út á næstu dögum til að safna GPX tracks
>> til að nota í þessari LMÍ kynningu, þ.e. til að sýna hvernig kort eru
>> teiknuð hjá okkur.
>>
>> Spurning að halda smá kortapartý og hitting með stuttum fyrirvara með
>> svipuðu sniði og síðast? þ.e. gagnasöfnun og svo hittingur á
>> einhverjum stað niðri í bæ á eftir?
>>
>> _______________________________________________
>> Talk-is mailing list
>> Talk-is at openstreetmap.org
>> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>
>
More information about the Talk-is mailing list