[Talk-is] JOSM þýðing á íslensku

Bjarki Sigursveinsson bjarki at gmail.com
Tue Feb 24 14:56:31 GMT 2009


Bridleway = reiðleið/reiðvegur

Flokkun vega er svo umræða sem var aldrei kláruð. Við erum að tagga vegi
samkvæmt því hvort að þeir hafi eins, tveggja eða þriggja stafa númer en það
er meingallað fyrirkomulag enda er það ekki opinber flokkun í neinum
skilningi (var eflaust hugsað þannig þegar númerunum var úthlutað fyrst en
síðan þá hefur margt breyst). Fjöldi stafa í vegnúmerum endurspeglar ekki
mikilvægi eða ástand einstakra leiða, margir þriggja stafa vegir eru í miklu
betri klassa en afskekktustu kaflar þjóðvegar #1 svo dæmi sé tekið. Að mínu
viti er tvennt í stöðunni: a) nota flokkunarkerfi Vegagerðarinnar eða b)
nota "mér finnst" nálgun á hvern vegakafla fyrir sig. Ég mæli með fyrri
leiðinni og legg til að:
Primary = Stofnvegir
Secondary = Tengivegir
Tertiary = Héraðsvegir & landsvegir

Það verður miklu meira af primary vegum á landinu með þessu fyrirkomulagi en
nú er en ég held að það sé í góðu lagi, sjáið bara
Mön<http://openstreetmap.org/?lat=54.209&lon=-4.482&zoom=10&layers=B000FTF>
.

Ítarefni með listum og korti er á
http://www.vegagerdin.is/vegakerfid/vegaskra/

2009/2/21 Ævar Arnfjörð Bjarmason <avarab at gmail.com>

> 2009/2/21 Arnar Birgisson <arnarbi at gmail.com>:
> > Hæbb,
> >
> > 2009/2/21 Ævar Arnfjörð Bjarmason <avarab at gmail.com>:
> >> Það eru þó margir hlutir sem ég er óviss á hvernig á að þýða:
> >>
> >> * highway=primary/secondary/tertiary/unclassified = ??
> >> * highway=bridleway = ??
> >
> > Er ekki spurning um að nota flokkunarkerfi vegagerðarinnar og samræma
> > því hvernig vegir á íslenska kortinu eru taggaðir? Vegir eru flokkaðir
> > í stofnvegi, tengivegi, héraðsvegi og landsvegi.
>
> Það væri svoldið ruglandi, við notum þá venju með þjóðvegi að merkja
> eins/tveggja/þriggja stafa þjóðvegi sem primary/secondary/tertiary.
> Hvort vegur er stofn/tengi/landsvegur er svo aukaleg flokkun ofan á
> það sem við táknum á OSM með þjóðvegavenslunum, sjá:
>
>
> http://is.wikipedia.org/wiki/Listi_yfir_%C3%BEj%C3%B3%C3%B0vegi_%C3%A1_%C3%8Dslandi
> http://www.openstreetmap.org/browse/relation/65617
> http://www.openstreetmap.org/browse/relation/66551
>
> Þ.e. network=S fyrir stofnvegi, network=T fyrir tengivegi o.s.f.
>
> (En ekki er ég með betri uppástungur)
>
> > http://www.vegagerdin.is/vegakerfid/skipting-i-vegflokka/
> >
> > Highway myndi ég bara þýða sem "þjóðvegur"
> >
> >> Og svo grundvallarhlutir eins og:
> >>
> >> * node/way/relation = nóða/vegur/vensl eða hnútur/vegur/vensl (DaníelG
> >> fór að nota það síðara, ég veit ekkert hvort telst réttara)
> >
> > Orðið hnútur er yfirleitt notað í stærðfræði og tölvunarfræði, síður
> nóða.
>
> Ok, notum þá "hnútur".
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>-- 
Bjarki Sigursveinsson
bjarki at gmail.com
+354 8215644
Múlalandi 12 (403)
400 Ísafjörður, Iceland
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20090224/6e1f3baa/attachment.html>


More information about the Talk-is mailing list