[Talk-is] Beðni um póstnúmera- og götuskrá undir frjálsu leyfi til notkunar á OpenStreetMap og víðar

Ævar Arnfjörð Bjarmason avarab at gmail.com
Thu Jan 22 12:44:55 GMT 2009


Pósturinn er búinn að veita góðfúslegt leyfi fyrir notkun póstnúmera-
og götuskrár undir skilmálum samhæfum leyfinu okkar.

---------- Forwarded message ----------
From: Kristín Birna Óðinsdóttir Þjónustudeild <Kristino at postur.is>
Date: 2009/1/22
Subject: RE: Beðni um póstnúmera- og götuskrá undir frjálsu leyfi til
notkunar á OpenStreetMap og víðar
To: Ævar Arnfjörð Bjarmason <avarab at gmail.com>


Sæll Ævar,
Ég er búin að kanna málið innanhúss hjá mér og niðurstaðan er sú að
ykkur er velkomið að nota póstnúmera- og götuskrána undir ykkar
skilmálum.  Það eina sem ég vil benda á er að komi til breytinga /
uppfærslu á þessum skrám hjá okkur þá verður það á ykkar hendi að hafa
auga með því og reyna að hafa sem réttastar upplýsingar.  Þetta er til
að sporna við því að það verði margar skrár með mismunandi upplýsingum
í umferð hverju sinni.
Annars eru engin sérstök skilyrði af okkar hálfu.
Endilega vertu í sambandi ef eitthvað er.
Kveðja,
Kristín


-----Original Message-----
From: Ævar Arnfjörð Bjarmason [mailto:avarab at gmail.com]
Sent: 15. janúar 2009 11:57
To: Kristín Birna Óðinsdóttir Þjónustudeild; OpenStreetMap in Iceland
Subject: Beðni um póstnúmera- og götuskrá undir frjálsu leyfi til
notkunar á OpenStreetMap og víðar

Sæl Kristín, ég skrifa þér vegna þess að þú ert þjónustustjóri
fyrirtækjaþjónustu sem er skrifaður tengiliður fyrir póstnúmera- og
götuskrá póstsins:

http://www.postur.is/desktopdefault.aspx/tabid-145/

Það hefur komið upp sú umræða á OpenStreetMap verkefninu, sem er
frjálst kortaverkefni með það að markmiði að búa til kort af allri
Jörðinn, þ.á.m. Íslandi að nota þessar póstnúmera- og götuskrár í
gagnagrunninum okkar, umræðan er aðgengileg á póstlistanum okkar hér
undir þráðnum "Póstnúmer inn á kortið":

http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/2009-January/thread.html#108

Upplýsingar um OpenStreetMap verkefnið má finna hér:

http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Main_Page

Og um Íslandshlutann:

http://wiki.openstreetmap.org/wiki/WikiProject_Iceland

Og í aðal-kortasjá verkefnisins:

http://www.openstreetmap.org/?lat=64.81&lon=-18.51&zoom=7&layers=B000FTF

Áhyggjuefnið er að við getum ekki notað skrárnar ykkar í grunninum
okkar vegna þess að notkunarskilmálarnir sem þið setjið fram, eru
líkast til ósamhæfir því notkunarleyfi sem við gefum okkar gögn út
undir. Við setjum ekki takmörk á notkunarmöguleika gagnanna okkar né
takmörk á því í hvaða formi má dreifa þeim, þetta virðist hinsvegar
gilda um gögnin ykkar, sjá þennan póst úr fyrrnefndum þræði sem
útlistar muninn:

http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/2009-January/000116.html

Það sem við viljum er leyfi til að nota þessi gögn án takmarkanna, við
ættum þá að geta sameinað þau okkar grunni sem er undir CC-BY-SA
leyfi:

http://creativecommons.org/licenses/by-sa/2.0/

Þessi notkun væri í anda skilmálanna ykkar enda værum við að stuðla að
nákvæmri póstskráningu í grunninum okkar og myndum vissulega reyna að
halda gögnunum uppfærðum líkt og öðrum gögnum okkar, en þar sem við
erum að nota frjálsa notkunarskilmála getum við ekki íþyngt gögnunum
okkar með einhverjum ákveðnum skilmálum fyrir sértæk gagnasöfn sem við
kunnum að nota.

Þessi póstur er einnig sendur á OpenStreetMap póstlistann fyrir
Ísland, vinsamlegast hafðu hann með í frekari samskiptum, eða ef þú
ert ekki rétta manneskjan til að tala við hjá póstinum til að veita
okkur þetta leyfi vinsamlegast vísaðu mér áfrám á viðkomandi.

Takk fyrir.
More information about the Talk-is mailing list