[Talk-is] LUKR

Ævar Arnfjörð Bjarmason avarab at gmail.com
Thu Jan 22 21:56:38 GMT 2009


2009/1/22 Davíð Jakobsson <rimmugygur at gmail.com>:
> Sælir,
>
> Það er til mjög umfangsmikið landakort af reykjanesi sem er kallað
> Landupplýsingakerfi Reykjavíkur eða LUKR. Nokkir linkar hér
>
> http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-964
>
> http://eldey2.bv.rvk.is/lukr/
>
> https://lukor.or.is/lukor/
>
> Var að velta því fyrir mér hvort að einhver hefur þegar leitað eftir því
> að hvort að við fáum að nota þessi gögn. Ef ekki þá væri frábært ef
> einhver myndi senda snöggt mail á einhverja tilvalda. Minni að það var
> einhver umræða hér um að búa til snið-email til að senda til svona gæja.

Ég þekki fyrrv. starfsmann LUKR og var að tala við hann um þetta um
helgina, ég hafði alltaf gengið út frá þeirri forsendu að það væri
nokkuð vonlaust að fá upplýsingar úr þessu kerfi þar sem þeir líkt og
LMÍ eru að selja þessi gögn og ég bjóst því við því að þeir væru ekki
viljugir að leggja þau til verkefnisins.

En skv. þessu samtali sem ég átti þá voru allavegana starfsmenn LUKR
spenntir fyrir því að koma LUKR gögnum inn á Google Earth þegar það
kom fyrst og (að mér skildist) höfðu samband við Google með litlum
árangri, en þeim mun kannski ganga betur með okkur :)

Ég ætla að reyna komast í gegnum þennan kunningja minn í samband við
einhvern yfirmann LUKR og skoða hvernig stemmingin er fyrir því að við
fáum gögn frá þeim á næstunni.

Bæði varðandi það og aðrar svipaðar beðnir væri ágætt að koma upp
svona snið e-mail, t.d. með því að vinna það úr þeim pósti sem ég hef
verið að senda hingað og þangað, auk einhverra breytinga.

Annars er þetta LUKOR kerfi sem þú tengir í GIS kerfi Orkuveitu
Reykjavíkur sem er aðskylt LUKR eftir því sem ég fæ best séð.




More information about the Talk-is mailing list