[Talk-is] Tile server fyrir Ísland

Ævar Arnfjörð Bjarmason avarab at gmail.com
Tue Jul 7 15:44:30 BST 2009


2009/7/7  <baldvin at baldvin.com>:
> Eftir nokkra skoðun er búið að ákveða að setja upp tile server sem renderar
> Ísland sérstaklega. Þjónninn verður notaður til að styðja við depill.is en
> ef okkur tekst að hafa bandbreiddarmál í lagi ætti hann að geta nýst þeim
> öðrum sem áhuga hafa á okkar skilningi á framsetningu á gögnunum sem eru
> skráð fyrir Ísland. Okkur finnst of margt skráð sem almenni osm tile
> þjónninn skilur útundan í dag auk þess sem við höfum áhuga á að setja inn
> hluti sem ólíklegt er að verði renderaðir af þjóninum hjá osm í bráð.
>
>
> Ég er opinn fyrir athugasemdum eða ábendingum um atriði sem við ættum eða
> ættum ekki að hafa í stylesheetinu sem við erum að byggja núna fyrir þetta.
> Einnig ef þið vitið um gott stylesheet sem við ættum að byggja á frekar en
> annað, eða hafið athugasemdir við þessa fyrirætlan af nokkru tagi, þá væri
> gaman og nauðsynlegt reyndar að heyra þær.

Þetta er núverandi mapnik stílsniðið (og önnur tól) fyrir OpenStreetMap:

http://svn.openstreetmap.org/applications/rendering/mapnik/

Ef þið setjið þetta upp er fínt að byrja á að nota það og breyta því
svo, og það væri ákjósanlegt ef þið mynduð fá SVN aðgang á
openstreetmap SVN þjóninum og setja ykkar stílsnið t.d. hér:

http://svn.openstreetmap.org/sites/

(Þá í tile.depill.is)

Það er margt sem vantar í aðal OSM stílsniðið einfaldlega vegna þess
að borgarbörnin sem halda því við hafa ekki enn rekist á t.d. firði,
og í flestum tilfellum er hægt að bæta þeim við í aðal-sniðið öllum
til bóta ef einhver útfærir renderinguna.

Svo yrði kannski margt annað sem passar ekki í aðal-osm stílsniðið, þá
er það bara ekkert fært á milli.

> Nú, og ef einhver er að reka þjón af þessu tagi nú þegar, þá er e.t.v. betra
> að sameina kraftana um þann rekstur frekar en að setja upp annan þjón. M.a.
> þess vegna vildi ég koma ofangreindu á framfæri.

Það væri áhugavert mögulega að deila tileþjón milli depill.is og
openstreetmap.is (sjá annan póst hér á þessum lista).


More information about the Talk-is mailing list