[Talk-is] OpenStreetMap vefurinn styður núna íslensku
Ævar Arnfjörð Bjarmason
avarab at gmail.com
Fri Jun 26 19:54:42 BST 2009
2009/6/1 Ævar Arnfjörð Bjarmason <avarab at gmail.com>:
> Á aðal openstreetmap vefnum á http://openstreetmap.org er núna hægt að
> velja tungumál í stillinginum (undir "Preferred Language").
>
> Einnig ætti íslenska sjálfkrafa að veljast ef vafrinn er að senda
> íslensku í sínum Accept-Language headers, sem t.d. gerist ef maður er
> að keyra stýrikerfi á íslensku (t.d. Ubuntu), eða hefur valið að senda
> íslensku sem sitt tungumál (sem er t.d. auðvelt í Firefox).
>
> Þýðingarnar eru hinsvegar ekki allar komnar á aðalvefinn enn, hann er
> svoldið á eftir, en þær eru uppfærðar á 15 mín fresti núna á
> tilraunavefnum:
>
> http://api06.dev.openstreetmap.org/
>
> Og hérna er skráin sem ég er að þýða:
>
> http://trac.openstreetmap.org/log/sites/rails_port/config/locales/is.yml
>
> Þegar þetta er komið inn og þið sjáið öll hvað þetta er hræðilega gert
> og fullt af málfræði- og stafsetningarvillum er um að gera að koma með
> breytingartillögur í þessum þráð:)
Ég er nú búinn að þýða alla strengi í viðmótinu á íslensku, þ.e.
þýðingin er 100% búin.
More information about the Talk-is
mailing list