[Talk-is] JOSM þýðing á íslensku
Ævar Arnfjörð Bjarmason
avarab at gmail.com
Thu Mar 5 00:35:19 GMT 2009
2009/2/24 Bjarki Sigursveinsson <bjarki at gmail.com>:
> Bridleway = reiðleið/reiðvegur
>
> Flokkun vega er svo umræða sem var aldrei kláruð. Við erum að tagga vegi
> samkvæmt því hvort að þeir hafi eins, tveggja eða þriggja stafa númer en það
> er meingallað fyrirkomulag enda er það ekki opinber flokkun í neinum
> skilningi (var eflaust hugsað þannig þegar númerunum var úthlutað fyrst en
> síðan þá hefur margt breyst). Fjöldi stafa í vegnúmerum endurspeglar ekki
> mikilvægi eða ástand einstakra leiða, margir þriggja stafa vegir eru í miklu
> betri klassa en afskekktustu kaflar þjóðvegar #1 svo dæmi sé tekið. Að mínu
> viti er tvennt í stöðunni: a) nota flokkunarkerfi Vegagerðarinnar eða b)
> nota "mér finnst" nálgun á hvern vegakafla fyrir sig. Ég mæli með fyrri
> leiðinni og legg til að:
> Primary = Stofnvegir
> Secondary = Tengivegir
> Tertiary = Héraðsvegir & landsvegir
> Það verður miklu meira af primary vegum á landinu með þessu fyrirkomulagi en
> nú er en ég held að það sé í góðu lagi, sjáið bara Mön.
> Ítarefni með listum og korti er
> á http://www.vegagerdin.is/vegakerfid/vegaskra/
Jamm, þetta er í svoldlu rugli núna, og þessi flokkun sem þú leggur
til er sannalega betri en núverandi ástand.
Það er hinsvegar spurning ef á að breyta þessu að bæta highway=trunk
inn í kerfið líka:
http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Tag:highway=trunk
Forrit sem rendera kortið líta svo á að trunk sé mikilvægari en
primary, bætist t.d. inn á z5 á mapnik en primary á z7 (og secondary á
z9):
Kannski svona:
Trunk=Stofnvegir
Primary=Tengivegir
Secondary=Landsvegir & Héraðsvegir
Eða jafnvel:
Trunk=Stofnvegir
Primary=Tengivegir
Secondary=Landsvegir
Tertiary=Héraðsvegir
En kannski rökréttara að gera þetta svona:
Primary=Stofnvegir
Secondary=Tengivegir
Tertiary=Landsvegir
Unclassified=Héraðsvegir
"unclassified" er þó litið á sem svipað og highway=residential af
öllum tólum sem kannski hæfir ekki þjóðvegi.
More information about the Talk-is
mailing list