[Talk-is] GPS trökk á höfuðborgarsvæðinu
Thorir Jonsson
thorirmar at gmail.com
Thu Mar 12 09:50:01 GMT 2009
Sælt veri fólkið.
Sú hugmynd kom einhverntíman upp að það gæti verið gaman að gera video
með party rendernum sem sýnir öll gps trökkin á höfuðborgarsvæðinu.
Mér leist vel á þessa hugmynd og ákvað að prófa þetta með mín eigin
trökk. Ég skellti þeim öllum saman í eina gpx skrá, hreinsaði frá
punkta fyrir utan höfuðborgarsvæðið og bjó svo til video með pratý
rendernum. Afraksturinn má sjá hér: http://thorirmar.blip.tv/#1877005
Eins og sjá má kom þetta ágætlega út, svo nú vantar mig bara að fá
trökk frá ykkur hinum.
Ef þið viljið taka þátt í þessu þá væri best ef þið gætuð tekið saman
öll gps trökkin ykkar í eina gpx skrá og hreinsað frá þá punkta sem
ekki eiga við (þ.e. punkta utan við höfuðborgarsvæðið). Ég notaði
JOSM til að gera þetta með mín trökk, en það var mikil þolinmæðisvinna
þar sem JOSM ræður ekki mjög vel við svona stórar skrár. Ef þið vitið
um einhvern betri gpx editor til að gera þetta í þá megið þið endilega
deila því með listanum.
Bestu kveðjur,
Þórir Már
p.s. ef þið nennið ekki að safna gpx trökkunum ykkar saman í eitt
stórt þá getið þið líka sent mér þau eins og þau eru, og ég séð um að
koma þeim í eina skrá.
More information about the Talk-is
mailing list