[Talk-is] JOSM þýðing á íslensku

Bjarki Sigursveinsson bjarki at gmail.com
Thu Mar 26 08:24:33 GMT 2009


Mér finnst þetta ágætt. Ég sé þó ekki ástæðu til að gera þjóðvegi 1
hærra undir höfði en öðrum stofnvegum. Annars hef ég tvær
athugasemdir:

Fjórar hálendisleiðir (Kaldidalur, Kjalvegur, Sprengisandsleið og
Fjallabaksleið nyrðri) eru skilgreindar sem "stofnvegir á hálendi".
Það er spurning hvort að þessar leiðir ættu að vera primary eins og
aðrir stofnvegir?

Þetta kerfi tekur ekki afstöðu til vega í þéttbýli. Það eru fáir
þjóðvegir á höfuðborgarsvæðinu, eiginlega bara stærstu
stofnbrautirnar. Aðrar götur og vegir eru í eigu sveitarfélaga og þar
þarf annarskonar flokkun. Ég legg þó til að primary sé aðeins notað um
þjóðvegi.

2009/3/26 Ævar Arnfjörð Bjarmason <avarab at gmail.com>:
> 2009/3/5 Ævar Arnfjörð Bjarmason <avarab at gmail.com>:
>> En kannski rökréttara að gera þetta svona:
>>
>> Primary=Stofnvegir
>> Secondary=Tengivegir
>> Tertiary=Landsvegir
>> Unclassified=Héraðsvegir
>>
>> "unclassified" er þó litið á sem svipað og highway=residential af
>> öllum tólum sem kannski hæfir ekki þjóðvegi.
>
> Ég er að spá í að fara breyta þessu í þetta bráðum, þó með þá
> undantekningu að hafa þjóðveg 1 highway=trunk.
>
> Mótmæli?
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>



-- 
Bjarki Sigursveinsson
bjarki at gmail.com
+354 8215644
Múlalandi 12 (403)
400 Ísafjörður, Iceland




More information about the Talk-is mailing list