[Talk-is] Þjóðvegaflokkun
Bjarki Sigursveinsson
bjarki at gmail.com
Thu Mar 26 17:03:18 GMT 2009
Varðandi þéttbýlið þá er mín meining aðallega sú að ef innanbæjargata
telst til þjóðvegar þá eigi að flokka hana eins og við flokkum
þjóðvegi. T.d. ef stofnvegur sem liggur í gegnum bæjarfélag lúkkar
eins og hver önnur húsagata þá ætti samt að tagga hann sem primary
vegna stöðu sinnar í þjóðvegakerfinu.
Annars lýst mér vel á að fara að breyta þessu, ég sé samt að þessi
wikigrein er að einhverju leyti röng og úrelt (t.d. er ekki tekið
tillit til þess að sumir vegir eru í fleiri en einum flokki þó að þeir
hafi alltaf sama númerið) þannig að ég myndi ekki nota hana sem
viðmið. Frekar vegaskrána beint frá vegagerðinni hér:
http://www.vegagerdin.is/vegakerfid/vegaskra/
2009/3/26 Ævar Arnfjörð Bjarmason <avarab at gmail.com>:
> 2009/3/26 Bjarki Sigursveinsson <bjarki at gmail.com>:
>> Mér finnst þetta ágætt. Ég sé þó ekki ástæðu til að gera þjóðvegi 1
>> hærra undir höfði en öðrum stofnvegum. Annars hef ég tvær
>> athugasemdir:
>
> Hringvegurinn hefur sérstöðu sem stofnvegur stofnveganna og þar sem
> highway=trunk er flokkað sem "stærra" en highway=primary finnst mér
> fínt að nota það fyrir hann, þetta er yfirleitt svona á kortum sem
> maður hefur séð af Íslandi.
>
> Ég prófaði að breyta Hringveginum á þennan hátt og líka Akrafjalls og
> Akranesvegi, hvernig finnst þér:
> http://matt.sandbox.cloudmade.com/?zoom=10&lat=64.33915&lon=-21.98101&layers=B0
>
>> Fjórar hálendisleiðir (Kaldidalur, Kjalvegur, Sprengisandsleið og
>> Fjallabaksleið nyrðri) eru skilgreindar sem "stofnvegir á hálendi".
>> Það er spurning hvort að þessar leiðir ættu að vera primary eins og
>> aðrir stofnvegir?
>
> Ég myndi frekar merkja þá highway=tertiary sem smekksatriði þar sem í
> praxís eru þetta sögulegir stofnvegir en aðallega
> landsvegir/fjallvegir eins og þeir eru notaðir. En það þarf að troða
> þeim í annan hvorn flokkinn.
>
>> Þetta kerfi tekur ekki afstöðu til vega í þéttbýli. Það eru fáir
>> þjóðvegir á höfuðborgarsvæðinu, eiginlega bara stærstu
>> stofnbrautirnar. Aðrar götur og vegir eru í eigu sveitarfélaga og þar
>> þarf annarskonar flokkun. Ég legg þó til að primary sé aðeins notað um
>> þjóðvegi.
>
> Mér finnst að bæjir ættu að vera sértilfelli. Óháð raunverulegri stærð
> veganna ættu aðalvegir að vera highway=primary, t.d. Miklabraut,
> Hringbraut og Reykjanesbraut. Aukavegir út frá þeim með minni umferð
> highway=secondary, t.d. Nýbýlavegur og Suðurlandsbraut, og svo að
> lokum higway=tertiary fyrir t.d. Bæjarbraut í garðarbæ fyrir vegi sem
> eru aðallega notaðir til að fara innan íbúðarhverfis.
>
> Það væri þægilegt að geta strax séð það hvort eitthvað er þjóðvegur
> með aðal highway= gildi hans, en til að það séu raunveruleg not af því
> þyrfti það ekki aðeins að gilda um primary (stofnvegi) heldur líka
> secondary (tengivegi), og t.d. bara á höfuðborgarsvæðinu er ansi mikið
> af slíkum þjóðvegum:
>
> http://is.wikipedia.org/wiki/Listi_yfir_%C3%BEj%C3%B3%C3%B0vegi_%C3%A1_%C3%8Dslandi#Reykjanes_og_h.C3.B6fu.C3.B0borgarsv.C3.A6.C3.B0i.C3.B0
>
> Þá finnst mér betra að halda núverandi skipulagi innanbæjar og
> þjóðvegir séu aðgreindir á því að þeir séu með ref= númer, það sést
> vel á aðalkortinu og í flestum forritum sem nota gögnin hvaða ref=
> númer vegir eru með:
>
> http://openstreetmap.org/?lat=64.1148&lon=-21.8696&zoom=13&layers=B000FTF
>
> Hinn kosturinn er að koma öllu frá Miklubraut til smárra íbúðargata í
> secondary/tertiary/unclassified/residential/service og ef
> innanbæjarvegir eiga ekki að stíga á tærnar á neinu í
> þjóðvegaflokkuninni bara residential/service.
>
>> 2009/3/26 Ævar Arnfjörð Bjarmason <avarab at gmail.com>:
>>> 2009/3/5 Ævar Arnfjörð Bjarmason <avarab at gmail.com>:
>>>> En kannski rökréttara að gera þetta svona:
>>>>
>>>> Primary=Stofnvegir
>>>> Secondary=Tengivegir
>>>> Tertiary=Landsvegir
>>>> Unclassified=Héraðsvegir
>>>>
>>>> "unclassified" er þó litið á sem svipað og highway=residential af
>>>> öllum tólum sem kannski hæfir ekki þjóðvegi.
>>>
>>> Ég er að spá í að fara breyta þessu í þetta bráðum, þó með þá
>>> undantekningu að hafa þjóðveg 1 highway=trunk.
>>>
>>> Mótmæli?
>>> _______________________________________________
>>> Talk-is mailing list
>>> Talk-is at openstreetmap.org
>>> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>>>
>>
>>
>>
>> --
>> Bjarki Sigursveinsson
>> bjarki at gmail.com
>> +354 8215644
>> Múlalandi 12 (403)
>> 400 Ísafjörður, Iceland
>>
>> _______________________________________________
>> Talk-is mailing list
>> Talk-is at openstreetmap.org
>> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>>
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>
--
Bjarki Sigursveinsson
bjarki at gmail.com
+354 8215644
Múlalandi 12 (403)
400 Ísafjörður, Iceland
More information about the Talk-is
mailing list