[Talk-is] Hvernig á að eyða duplicated way nodes
Ævar Arnfjörð Bjarmason
avarab at gmail.com
Mon May 4 01:43:08 BST 2009
2009/5/3 <baldvin at baldvin.com>:
> Í Mosfellsbæ (sem dæmi) fæ ég eina „villu“ þegar kortið er tékkað sem segir
> „Duplicated Way Nodes“ og vísar á eina nóðu í 18 punkta göngustíg sem er
> teiknaður á kortinu (sett inn af öðrum en mér). Ég velti fyrir mér hvort
> einhver geti bent mér á hvernig maður lagar svo villu, ef þetta er þá
> yfirleitt eitthvað til að laga á annað borð?
Þessi villa þýðir að ein nóða er tvítekin í veginum, þetta sést illa
(eða kannski ekki) í JOSM viðmótinu.
Göngustígurinn sem villan á við um er með eina nóðu tvisvar:
http://www.openstreetmap.org/browse/way/27389403/history
Og hérna kemur nóðan fram tvisvar í þeim vegi:
http://www.openstreetmap.org/browse/node/296487872
Til að laga þetta geriru "Athuga" með Mosfellsbæ hlaðinn inn, setur
svo músina yfir "Villur -> Duplicated way nodes -> highway (18
hnútar)" og ýtir á "Laga". Þá er viðkomandi vegi breytt svo nóðan komi
bara fyrir einusinni.
Þetta gerist því stundum fer Potlatch (online flash editorinn) í
eitthvað ástand þar sem hann vistar skemmd gögn á þjóninum. Það átti
að lagast í útgáfu 0.6 sem er nýlega komin út en ég veit ekki hvort
það var raunin.
More information about the Talk-is
mailing list