[Talk-is] Seltjarnarnes á Openstreetmap.org

Thorir Jonsson thorirmar at gmail.com
Tue Oct 27 09:59:35 GMT 2009


Ágæti viðtakandi.


Nú um nokkurra ára skeið hefur hópur áhugamanna unnið í því að búa til
ókeypis kort af Jörðinni, þar með talið Íslandi.  Þetta kort er öllum
aðgengilegt á vefnum á www.openstreetmap.org (Seltjarnarnes má sjá
hér: http://www.openstreetmap.org/?lat=64.1529&lon=-21.9952&zoom=14&layers=B000FTF),
en einnig er hægt að hlaða kortagrunninum niður að hluta til eða í
heilu lagi til þeirrar notkunar sem hverjum hentar.  Margir nota þessi
gögn t.d. til að búa til kort til notkunar í gps tækjum.

Kortlagningin á Íslandi hefur hingað til að mestu farið fram með því
að beinar mælingar hafa verið gerðar með gps tækjum og þeim síðar bætt
í gagnagrunnin.  Þetta er seinleg vinna og því sem næst gagnslaus við
annað en kortlagningu á götum, göngu- og hjólastígum og þessháttar.
Nær ómögulegt er til dæmis að kortleggja strandlínu lands og vatna með
þessum hætti.  Við svoleiðis kortlagningu eru yfirleitt notaðar
loftmyndir, og er slíkt líka raunin í Openstreetmap.  Gerður var
samningur við Yahoo! um afnot af loftmyndunum þeirra og hefur þetta
víðast hvar verið mikil hjálp við kortlagningu (sjá t.d. Stadsgraven í
Kaupmannahöfn: http://maps.yahoo.com/#mvt=h&lat=55.671799&lon=12.601297&zoom=18),
en því miður er það ekki svo hér því engar nákvæmar loftmyndir af
Íslandi eru aðgengilegar (sjá Seltjarnarnes hér:
http://maps.yahoo.com/#mvt=s&lat=64.151813&lon=-22.002375&zoom=14).

Seltjarnarnes var fyrst sveitarfélag á Íslandi til að fá allar sínar
götur á Openstreetmap kortið, og væri það því vel við hæfi að það yrði
líka fyrst til að fá t.d. allar byggingar á kortið.  Til þess að svo
megi verða þurfum við þó aðgang að betri gögnum en nú er, og óska ég
því eftir því að Seltjarnarnesbær veiti Openstreetmap hópnum aðgang að
kortagögnum sínum til innsetningar í Openstreetmap kortagrunninn.

Á Lýsigagnavefnum (http://landlysing.lmi.is/data/ig-o107.htm) er
tilgreindur listi yfir kortagögn og loftmyndir í eigu
Seltjarnarnesbæjar, þessi kort og loftmyndir eru svo aðgengilegar í
Landupplýsingakerfi Seltjarnarness á
http://hekla.snertill.is/seltjarnarnes_public/web/.

Til að þessi gögn geti nýst okkur þar skýrt leifi rétthafa
(Seltjarnarnessbæjar) að liggja fyrir.  Kortagrunnur Openstreetmap er
gefin út undir opnu hugbúnaðarleifi (cc-by-sa 2.0  sjá hér:
http://creativecommons.org/licenses/by-sa/2.0/) og gildir það um allar
viðbætur í grunninn líka.  Með öðrum orðum, yrðu öll þau gögn sem þið
gæfuð okkur leifi til að nota gefin út undir fyrrgreindu leifi sem
hluti af Openstreetmap kortagrunninum.

Með bestu kveðjum og von um jákvæð viðbrögð,
Þórir Már Jónsson




More information about the Talk-is mailing list