[Talk-is] Beðni um aðstoð Fisfélagsins við að taka loftmyndir af Höfuðborgarsvæðinu fyrir OpenStreetMap

Ævar Arnfjörð Bjarmason avarab at gmail.com
Sat Sep 19 18:41:48 BST 2009


Hérna er dæmi um fólk sem gerði svona í Stratford á Englandi fyrir
nokkrum dögum síðan:

    http://milliams.com/verticalitymetre/map.html

Hægt er að smella á punktana til að sjá myndir.

Hérna er bloggpóstur um málið:
http://www.openstreetmap.org/user/Milliams/diary/7969

En hvernig er það, er einhver í þessu félagi sem hefur áhuga fyrir
þessu eða er ég að tala fyrir óháhugasömum eyrum?

2009/9/5 Ævar Arnfjörð Bjarmason <avarab at gmail.com>:
> Hæ öllsömul.
>
> Fyrir það fyrsta: Ég sendi þennan póst á þá sem voru listaðir sem
> Tengiliðir á fisflug.is sem eru stjórnarmeðlimir félagsins. Ég vissi
> ekki betur og það getur vel verið að annar vettvangur eigi betur við.
>
> En til að koma mér að efninu. Ævar heiti ég og hef samband við ykkur
> því að í frítíma mínum legg ég til gögn í OpenStreetMap verkefnið:
>
> http://is.wikipedia.org/wiki/OpenStreetMap
>
> OpenStreetMap er frjáls (og ókepis) kortagrunnur af öllum heiminum
> (þ.á.m. Íslandi) sem hver sem er getur lagt gögn í og tekið gögn úr
> sér að kostnaðarlausu. Við erum komin með ágætis kort af Íslandi eftir
> nokkura ára framlög nokkura einstaklinga:
>
> http://osm.org/go/e1obM--
>
> hér má t.d. sjá höfuðborgarsvæðið:
>
> http://osm.org/go/e0UvhIF-
>
> En af hverju er ég að hafa samband við ykkur?
>
> OpenStreetMap á Íslandi er nær eingöngu búið til upp úr GPS ferlum.
> Þ.e. einhver áhugasamur notandi labbar/hjólar/keyrir um eitthvað svæði
> og teiknar kort upp úr ferlunum. Hér má t.d. sjá hvernig Akranes var
> teiknað upp:
>
> http://blip.tv/file/1624794
>
> En það væri mun fljótlegra að kortleggja ef við værum með loftmyndir,
> og það er þar sem þið komið inn.
>
> Einu loftmyndirnar sem við erum með aðgang að eru Landsat myndir frá
> NASA sem eru í það lágri upplausn að við erum heppin að geta teiknað
> stór vötn og ár upp úr þeim. Aðrir myndagrunnar eins og t.d. grunnur
> Loftmynda.is og SPOT5 grunnur LMÍ kosta morðfjár sem nokkrir
> hobbýistar hafa ekki ráð á.
>
> Því vildi ég kanna hvort áhugi væri hjá einhverjum félagsmanni eða
> félagsmönnum ykkar til að fljúga um t.d. Höfuðborgarsvæðið með
> einhvern áhugasaman einstakling frá OpenStreetMap verkefninu sem myndi
> taka myndir af jörðu niðri. Við svo varpað þessum myndum á þekkta
> punkta á jörðu niðri (e. control points) og teiknað upp nákvæmara kort
> út frá því.
>
> Þetta gæti líka verið ykkur til beinna hagsbóta. Við gætum t.d.
> kortlagt flugbrautir ykkar (on annað sem fisflugmenn hafa áhuga á) með
> mikilli nákvæmni. Sjá t.d. Kastrup flugvöll sem dæmi:
>
> http://osm.org/go/0NWr7xnO-
>
> Svo gætið þið hlaðið OSM grunninum á Garmin tækin ykkar og notað
> afraksturinn beint:
>
> http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Garmin_map_of_Iceland
>




More information about the Talk-is mailing list