[Talk-is] Dæmi úr hjólavefsjá og hugleiðingar um virkni

baldvin at baldvin.com baldvin at baldvin.com
Wed Aug 25 12:51:01 BST 2010


Sæl.

 

Ég prófaði að rúta „leirutangi“ til „barðastaðir“ til að sjá hvað
hjólavefsjáin leggur til.

 

Leiðin sem ég valdi var „Öruggari leið“ og ég er að velta fyrir mér hvers
vegna kerfið rútar upp á Vesturlandsveg frekar en að fara hjólastígana sem
liggja meðfram sjónum.

 

Ég hef verið að bæta inn (ásamt öðrum, vissulega) hjólastígunum í Mosfellsbæ
með skipulegum hætti og held að netið þar sé orðið nokkuð gott. En nú langar
mig að skoða hvort við getum merkt þessa vegi, hjólastígana annars vegar og
Vesturlandsveg hins vegar, eitthvað öðruvísi en þeir eru, til að leggja
frekar til „hættuminni“ leiðir s.s. hjólastíga, jafnvel þó þær væru e.t.v.
örlítið lengri.

 

Ef einhver hefur eitthvað um þetta að segja eða hefur reynslu af því að
tagga með tilliti til öryggis leiðanna eða annað sem við gætum viljað merkja
upp vegna hjólavefsjár sérstaklega, þá væri gaman að heyra frá ykkur.

 

Kveðja,

Baldvin

-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20100825/ef3ebd9e/attachment.html>


More information about the Talk-is mailing list