[Talk-is] Varðandi merkingar á hjólaleiðum

Arni Davidsson arnid65 at gmail.com
Mon Aug 30 00:59:13 BST 2010


2010/8/28 Ævar Arnfjörð Bjarmason <avarab at gmail.com>

> 2010/8/27 Arni Davidsson <arnid65 at gmail.com>
> >
> > Varðandi merkingar á hjólaleiðum.
> > Á vefnum:
> http://wiki.openstreetmap.org/wiki/WikiProject_Iceland/Cycleways
> > Ég er sammála merkingu á hjólaleiðum eins og fram kemur í “Suggested
> rules for cycleways in Reykjavík” Nær allir stígar og gangstéttir eru
> blandaðir stígar og gangstéttir en ekki sérstakar hjólaleiðir hönnuð með
> umferð reiðhjóla í huga.
> > Ég skil því ekki merkingarnar sem eru á :http://www.opencyclemap.org/þar sem virðist vera sagt að mjög mikið af stígum séu sérstakir
> hjólreiðastígar (bláar brotalínur) ef ég skil það rétt.
>
> Þessar merkingar hjá okkur eru í svoldlu rugli, og ég ber örruglega
> meiri ábyrgð á þessu rugli en margir aðrir.
>
> Ég fór einhvertíman í gegnum megnið af þessum vegum á
> höfuðborgarsvæðinu og endurmerkti þetta eitthvað, en þetta hefur
> breyst síðan þá. Það má endilega endurhugsa hvernig á að gera þetta,
> og það hefur verið rætt áður t.d. hér:
> http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/2008-December/000056.html
>
> Ég veit ekki hvort ég er sammála nokkru sem ég færði fram í þeirri
> umræðu ennþá, en sá punktur var í grunninn (og mikið af
> höfuðborgarsvæðinu er merkt út frá þessu):
>
>  1. Að við merkjum hluti eins og þeir eru "on the ground". Sem er
>     grunngildi OpenStreetMap (sjá "On the ground rule").
>
>  2. Þar að auki, að vegir séu merktir highway=cycleway eftir ákveðnu
>     óljósu huglægu mati. Það er *engin* opinber flokkun fyrir þessa
>     vegi sem er vit í, og ef vegirnir eru merktir sem cycleway sjást
>     þeir á áberandi hátt á kortum eins og OpenCycleMap o.fl.
>
> Í staðin fyrir #2 væri algerlega hægt að sleppa þessu huglæga mati og
> merkja basically allt sem highway=path.
>
> Þetta myndi endurspegla lagalega stöðu þessara vega, og forðast þann
> bias sem kemur óhjákvæmilega inn þegar verið er að merkja hluti
> huglæga, ég er mun hrifnari að þessari pælingu en ég var þegar við
> ræddum þetta síðast 2008. Sérstaklega þar sem það hefur komið á daginn
> að það eru margar mismunandi hugmyndir um hvað ætti að vera cycleway,
> sjá t.d. fossvoginn v.s. Grafarholtið v.s. Mosfellsbæinn.
>
> Ég tek undir það að merkja ætti útivistarstíga sem highway=path.


> > Varðandi “Details about cycleways“ tel ég að flokkunin ætti að vera
> nokkurn vegin svona:
> >
> > Stígar (útivistarstígar), aðskildir frá akbraut, blönduð umferð gangandi
> (sem eru í forgangi) og hjólandi.
> > Venjulega eru þeir ca. 2,5m breiðir en breiddin er samt misjöfn allt
> niður í 1,5 m líklega.
> > Til stóð að leggja 4 m breiða stíga á höfuðborgarsvæðinu og var það gert
> t.d. fyrir Blikastaðanes en ekki annar staðar svo ég viti til. Þarf
> mismunandi flokka af útivistarstígum eftir breidd? Þarf að merkja varasama
> staði s.s. blindbeygjur/blindhorn, holur eða annað?
> > Merking: Tag:highway=path with Tag:bicycle=yes and Tag:foot=yes
>
> Ég held þú þurfir ekki mismunandi flokka eftir breidd, bara
> width=<breidd í metrum>.
>
> Það gæti verið sniðugt.


> Blindbeygjur, horn og annað er um að gera að merkja. Gætir t.d. notað
> þetta skema:
> http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Proposed_features/hazard
>
> > Gangstéttir, samsíða akbrautum en aðgreind með kantsteini, blönduð umferð
> gangandi (sem eru í forgangi) og hjólandi. Á að merkja þær með öðrum hætti
> en stíga?
>
> Hljómar eins og eitthvað sem er hægt að merkja með auka-taggi,
> t.d. kantsteinn=yes eða eitthvað þannig.
>

Ætti þá að tagga gangstéttir sem highway=path og með auka taggi
kantsteinn=yes? Er annars umdeilanlegt að setja inn gangstéttir? Ég hefði
talið æskilegt að hafa þær inni því þær leyfa hjólreiðar og auðvelda
gangandi og þá sérstaklega gangandi með vagna að komast um.


>
> > Hjólreiðabraut, merkt með hjólamerki, aðskilin frá akbraut (eins og
> útivistarstígur), aðeins hjólandi umferð (eða a.m.k. umferð hjólandi í
> forgangi). Oftast hjólað í gagnstæðar áttir á sömu braut. T.d. Ægissíða.
> > Merking Tag:highway=cycleway value=track?? and also have
> ??Tag:foot=designated ?? and Tag:segregated=yes og líka Tag:surface=paved.
>
> Já, eða í "on the ground" stíl:
>
>    highway=path
>    segregated=yes
>    foot=designated
>    bicycle=designated
>    surface=paved
>    cycleway:width=1m
>    footway:width=2m
>
> Eða eitthvað þannig.
>

Nei þarna á ég við að þetta sé raunveruleg hjólreiðabraut, að vísu ennþá
ósamanhangandi. Hún er nú kominn meðfram Ægissíðu, stubbur við
flugbrautarendann, stubbur inní Fossvogsdal og verið er að leggja núna stubb
neðan við kirkjugarðinn í Fossvogi að göngubrú yfir Kringlumýrarbraut.
Einnig er búturinn á Lönguhlíð sunnan Miklubrautar hjólreiðabraut þótt hún
sé ekki rétt hönnuð, og einnig 200 m á Laugavegi vestan Snorrabrautar, sem
að vísu eru of mjóir. Merktar með þessu merki við stíginn/brautina:
hjolreidastigur.gif<http://vgwww.vegagerdin.is/photosrv/photosrv.nsf/vgPage/FAA0CFA5BF6030D90025724A004C76DE/$FILE/thumb_C13.11_Hjolreidastigur.gif>

>
> > Hjólreiðarein, merkt með hjólamerki, sérrein á akbraut fyrir umferð
> reiðhjóla, ætluð aðeins hjólandi umferð (eða a.m.k. umferð hjólandi í
> forgangi). Hjólað í stefnu með umferð. T.d. Hverfisgata. (Athugið samt að
> Hverfisgata er ekki merkt með akreinalínu og er því í raun ekki sérrein í
> lagalegum skilningi).
> > Merking Merking Tag:highway=cycleway value=lane?? and also have
> ??Tag:foot=designated ?? and Tag:segregated=yes og líka Tag:surface=paved.
>
> Hljómar eins og cycleway=lane, t.d. er þetta merkt þannig á
> Langholtsveginum: http://www.openstreetmap.org/browse/way/5118949
> http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Key:cycleway?uselang=is
>
> Cycleway=lane er þá rétt, ég hélt það þyrfti að vera highway=cycleway
value=lane.
Hjólreiðarein hefur verið merkt við götunni með sama merki:
http://vgwww.vegagerdin.is/photosrv/photosrv.nsf/vgPage/FAA0CFA5BF6030D90025724A004C76DE/$FILE/thumb_C13.11_Hjolreidastigur.gif


> > Hjólavísar (bike and chevron) á akbraut. Hjólreiðamenn hjóla á akbraut í
> aksturstefnu með bílum á þeirra akrein en hjólavísamerki sýna aksturstefnu
> og staðsetningu hjólreiðamanna inna akreinar. Geta verið hluti af markaðri
> hjólaleið (Local Cycle Network) eins og á Einarsnesi.
> > Merking Hvernig er hægt að merkja þá???
>
> Ég veit ekki :)
>

Hjólavísarnir hafa þá verið settir inn sem hjólarein á Langholtsvegi í
openstreetmap. Ég hefði viljað getað sett hjólavísana inn en ekki sem
hjólarein. Hjólavísar hafa verið merktir með sama merki við götuna:
hjolreidastigur.gif
<http://vgwww.vegagerdin.is/photosrv/photosrv.nsf/vgPage/FAA0CFA5BF6030D90025724A004C76DE/$FILE/thumb_C13.11_Hjolreidastigur.gif>t.d.
á Suðurgötu/Einarsnesi
Hjólavísar eru útskýrðir hér:
http://www.lhm.is/lhm/pistlar/299-hjr-reykjavr-

>
> > Hjólaleiðir skilgreindar (Cycle network). Á að merkja þær inná að
> einhverju leyti.
>
> Já, það er spurning að merkja þetta opinbera fantasíu-reiðhjólanet
> einhvernvegin. En oftast þegar er verið að nota "cycle network" merkir
> það *einhverja* séraðstöðu fyrir hjólreiðamenn, það er ekki tilfellið
> í Reykjavík t.d. á Nesveginum, sem er bara venjuleg gata, en er merkt
> í þetta opinbera hjólanet því einhverjum fannst þurfa einhverja leið
> út á Seltjarnarnes.
>

Ég held þá að við sleppum því að setja það á kort.


>
> > Merking ???
> > Local cycle network lcn_ref = “ZZ” or lcn = “yes” Various, including
> London Cycle Network
> >
> > Hjólaslóðar sem eru hjólaðar t.d. í Heiðmörk og viðar. Á að setja þær
> inná?
> > Merking: Tag:highway=track tracktype=* with Tag:bicycle=yes and
> Tag:foot=yes
> >
> >
> > Hjólabúðir.
> > Vantar
> > Kríu í Ármúla 42
> > Hjólasprettur Bæjarhrauni 22
> > Hjólreiðameistarinn á Nýbýlavegi
>
> Endilega bættu þessum við með svipuuð tögg og t.d. Markið, ættir að
> geta gert það tilturulega nákvæmt upp úr minni útfrá núverandi
> veganeti, eða eftir GPS.
>
> En til samantektar: Ég er basically sammála því sem Christoph Hess var
> að segja á sínum tíma, að við ættum að sleppa því að merkja hluti sem
> eru ekki lagalega séð sérhjólabrautir sem highway=cycleway og merkja
> basically allt sem highway=path.
>
> Það er mikið til gert í Þýskalandi þar sem lagastaðan er svipuð, og
> það er mun einfaldara að kenna fólki að merkja *bara* hluti sem það
> sér "on the ground" en að vera spá í stóru myndina.
>
> Ef við viljum eitthvað sér hjólakort sem sýnir ákveðnar leiðir
> áberandi er alltaf hægt að gera það út frá gögnunum seinna.
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>



-- 
Árni Davíðsson
arnid65 at gmail.com
arnid.blog.is
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20100829/dcef55a1/attachment-0001.html>


More information about the Talk-is mailing list