[Talk-is] Fasteignaskrá

Svavar Kjarrval svavar at kjarrval.is
Mon Dec 6 16:37:13 GMT 2010


On 6.12.2010 16:28, Ævar Arnfjörð Bjarmason wrote:
> 2010/12/6 Svavar Kjarrval<svavar at kjarrval.is>:
>
>> Var að hringja í Fasteignaskrá og vildi forvitnast hvort við gætum fengið
>> GPS hnit úr staðfangaskrá fyrir allt landið en fékk það svar að það myndi
>> kosta um 200 þúsund krónur. Þess vegna datt mér í hug hvort við gætum reynt
>> að fá gögnin ókeypis og án ósanngjarnra skilyrða. Ein leið sem mér datt í
>> hug væri að biðja formlega um afhendingu gagnanna án endurgjalds (eða gegn
>> sanngjörnu úrvinnslugjaldi). Ef beiðninni yrði neitað gætum við sent
>> stjórnsýslukæru í von um að hún yrði samþykkt. Það er engin trygging fyrir
>> árangri en mér finnst að við ættum allavega að reyna.
> Hljómar vel. Ef við myndum borga fyrir þessi gögn í dag (þ.e. þessar
> 200.000 kr) myndu gögnin vera samhæf OSM skilmálunum. Þ.e. er þetta
> eingöngu úrvinnslugjald, eða er þetta afnotagjald fyrir gögn háð
> ákveðnum skilmálum?
>
Gjaldskráin er skv. reglugerð 1174/2008 
(http://stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=9a96cbe7-4c5c-45eb-a905-da409e3d8c93) 
og myndi verðið vera í samræmi við 15. gr. Ég sé allavega ekkert sem 
bendir til þess að þetta sé afnotagjald. Hins vegar er þetta ekki 
samhæft OSM skilmálunum þar sem 21. gr. nefnir að gera þarf samning við 
Fasteignaskrá Íslands um endursölu upplýsinga.

>> Kosturinn yrði sá að við fengjum GPS hnit fyrir (nær) öll hús á landinu sem
>> gæti sparað okkur mikla vinnu í framtíðinni, gætum áætlað staðsetningu
>> ómældra gatna (betur) og flýtt fyrir því að fólk noti OSM Garmin kortið
>> frekar en það keypta.
> Það væri frábært að fá þessi hnit. Það var svipað import á húsnúmerum
> í Færeyjum sem hefur hjálpað mikið til.
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is



More information about the Talk-is mailing list