[Talk-is] Bing og bæir á Íslandi

Svavar Kjarrval svavar at kjarrval.is
Sat Dec 11 21:33:56 GMT 2010


Hæ.

Um daginn fékk OSM leyfi til að rekja eftir loftmyndum í safni Bing. Hér 
á listanum var nefnt að myndir í fínum gæðum frá Loftmyndum væru þarna 
af Reykjavík. Ef einhver skyldi ekki hafa skoðað þetta nánar, þá eru 
einnig í boði loftmyndir í sömu gæðum af Seltjarnarnesi í heilu lagi. Í 
framhaldinu fór ég að spá hvort það væru fleiri bæjarfélög á Íslandi í 
samkomulaginu.

Þetta hefði getað verið nokkuð svalur póstur ef ég hefði fundið fleiri 
en svo var ekki. Við vitum allavega af Reykjavík og Seltjarnarnesi. Þó 
vil ég minna á að hverfi sem liggja að borgarmörkum Reykjavíkur eru í 
þessu að hluta til og nýtti ég meira að segja tækifærið um daginn og tók 
eins mikið og ég gat af Salahverfinu í Kópavogi.

-- 
Með kveðju / With regards,
Svavar Kjarrval (svavar at kjarrval.is)
s. 863-9900




More information about the Talk-is mailing list