[Talk-is] "Mapping" party

Svavar Kjarrval svavar at kjarrval.is
Sun Dec 12 17:22:11 GMT 2010


Hæ.

Mér datt í hug hvort við getum ekki farið að halda "mapping" party 
bráðlega. Þetta yrði ekki venjulegt mapping party og er því í 
gæsalöppum. Hugmyndin væri sú að þetta væri aðallega POI og 
húsnúmerasöfnun. Þegar við höfum sett upplýsingarnar inn ættum við 
(vonandi) að vera með nógu nákvæma skráningu til að skáka Íslandskorti 
Garmins á því svæði. Þetta ætti að vera framkvæmanlegt bæði gangandi, 
hjólandi og á bíl.

Við myndum dreifa okkur á fjölförnustu staðina í Reykjavík (og annars 
staðar á landinu) og skrá niður helstu verslanir og áhugaverða staði. Þá 
myndum við einnig skrá niður hvar húsnúmerin eru staðsett á götunum (frá 
götuhorni til götuhorns) svo við getum sett það inn á OSM. Það væri 
einnig hægt að gera þetta á stöðum sem er ekki búið að staðsetja 
fullkomlega. Þegar við höfum fengið nóg getum við haft hitting á 
einhverjum þægilegum stað og spjallað saman.

Hvernig lýst ykkur á að hafa slíkt í desember?

-- 
Með kveðju / With regards,
Svavar Kjarrval (svavar at kjarrval.is)
s. 863-9900




More information about the Talk-is mailing list