[Talk-is] "Mapping" party

Daníel Gunnarsson danielgunnars at gmail.com
Wed Dec 15 15:27:53 GMT 2010


>  Ég held að mapping party fyrir áramót sé e.t.v. ekki líklegt til að draga
> að marga einstaklinga, finnst líklegt að menn séu frekar uppteknir á næstu
> dögum. Hins vegar styð ég það að sjálfsögðu almennt og hlakka til að taka
> þátt þegar menn hafa fundið heppilegan tíma og staðsetningu.
>

Er mjög sammála þessu. Hvernig lýst ykkur á að negla tímann sem Þórir stakk
upp á? 8.-9. janúra. virkar fyrir mig. Held við þurfum að koma okkur saman
um tíma þar sem flestir geta mætt svo hægt sé að fara að leita að hentugri
staðsetningu.

>
>
> Varðandi punkta Daníels þá finnst mér þeir áhugaverðir og vel fram settir.
> Get fallist á þá sem gott plan til að vinna eftir.
>
>
>
> Varðandi Garmin kortapælingar og þessar hugleiðingar um fullkomið kort og
> samkeppni við aðra kortagrunna... ég hef sjálfur unnið að svolítið öðru
> markmiði sl. ár eða svo sem ég held að sé gagnlegra almennt. Ég held að það
> væri betra fyrir okkur að hafa það að markmiði að koma öllum götum og
> stærstu kennileitum inn í grunninn fyrst. Ítra svo þann grunn í kjölfarið.
>
>
>
> Auðvitað meina ég þetta ekki þannig að við ættum ekki að vera að bæta og
> fullkomna alla þá staði sem við mögulega getum í grunninum. Bara held að það
> væri gott að fylla fyrst út í kortið almennt, áður en farið er að fókusa á
> fíniseringuna. Og enn eru mörg svæði eftir sem mættu við miklum endurbótum í
> þessa átt.
>
>
>
Ég get vel skilið áhuga manna á að fullkomna einhver svæði fyrir garmin
kort. Það var upprunalega ástæða þess að ég fór að safna gögnum fyrir osm.
Ástæða þess að ég taldi þetta upp í í listanum var sú að  það barst í tal í
sambandi við Bing loftmyndirnar að það væri gaman að taka eitthvað lítið
svæði fyrir til að sýna hvaða möguleika þessar loftmyndir bjóða upp á.

Ég er hinsvegar fullkomlega sammála Baldvini að markmið okkar ættu að snúast
um ná að covera sem stærstan hluta vegakerfisinns og ná yfir allt landið.
Þess vegna ættum við að einbeita okkur að verkefni númer 1. á listanum.

kv Daníel G
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20101215/2218b380/attachment.html>


More information about the Talk-is mailing list