[Talk-is] ourFootPrints.de gögnin eru mjakast inn

Ævar Arnfjörð Bjarmason avarab at gmail.com
Fri Jan 15 22:50:31 GMT 2010


2010/1/15 Daníel Gunnarsson <danielgunnars at gmail.com>:
> Langar aðeins að benda á villur eða öllu hvað þessi gögn eru ófullkomin.
>
> Ég er byrjaður að yfirfara gögnin fyrir Selfoss. Þar er mjög algeng sjón að
> þar sem að götur greinast í marga botnlanga hefur bara einn þeirra verið
> mældur inn (sjá dæmi í viðhengi)
> Það þarf því í raun nokkura staðarþekkingu til þess að yfirfara gögnin.

Ég lagaði áðan til í Stykkishólmi og breytti OFP gögnunum í alvöru OSM
gögn en það var greinilegt að þetta var ekki allt þorpið:
http://osm.org/go/efrieZBw--

> Hvernig haldið þið að best sé að merkja þetta svo við séum ekki að moka
> götum inn í grunninn sem eru í raun ekki fullkláraðar?

Pælingin var að bara source=ourfootprints þýddi að gatan þyrfti
review, en það er augljóslega ekki nóg þar sem ekki er hægt að greina
á milli gatna sem eru í lagi og ekki í lagi.

Á morgun ætla ég að bæta við ourfootprints:reviewed=no á alla OFP
vegina, þetta var gert með TIGER t.d.:

    http://wiki.openstreetmap.org/wiki/TIGER_Edited_Map

Þá er augljóslega hægt að greina á milli gagna sem hafa komið úr OFP
sem eru allt í lagi og þeirra sem hafa verið blint flutt inn en eru
mögulega ókláruð.

Hljómar það vel?




More information about the Talk-is mailing list