[Talk-is] Þjóðvegaflokkun - framhald

Bjarki Sigursveinsson bjarki at gmail.com
Wed Jan 20 23:36:50 GMT 2010


Hæ. Ég var að muna eftir atriði varðandi tögg á þjóðvegum sem hefur verið að
fara í taugarnar á mér en ég hef ekki nennt að minnast á fyrr en núna. Ég
legg til að „héraðsvegir“ verði færðir í tertiary flokkinn frekar en að hafa
þá í unclassified. Það er vegna þess að:
*Það er beinlínis ósatt að héraðsvegir heyri ekki undir neina flokkun (séu
"unclassified"), þeir eru hluti af þjóðvegakerfinu og hafa númer og nafn.
*Það er ekkert sem mælir með því að héraðsvegir hafi minna vægi á kortum en
landsvegir (það væri frekar eðlilegra ef það væri öfugt þar sem héraðsvegir
eru opnir allt árið). Bæði héraðs- og landsvegir ættu að vera merktir sem
tertiary.
*Hægt er að nota network taggið til þess að greina á milli héraðs- og
landsvega.

Í öðrum fréttum er helst að ég hef aðeins farið yfir OFP gögnin á
Vestfjörðum, nákvæmni þeirra virðist ágæt heilt yfir nema innanbæjar á
Ísafirði.

kv. Bjarki

-- 
Bjarki Sigursveinsson
bjarki at gmail.com
+354 8215644
Múlalandi 12 (403)
400 Ísafjörður, Iceland
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20100120/a40e1d02/attachment.html>


More information about the Talk-is mailing list