[Talk-is] Þjóðvegaflokkun - framhald
Ævar Arnfjörð Bjarmason
avarab at gmail.com
Thu Jan 21 14:06:31 GMT 2010
2010/1/20 Bjarki Sigursveinsson <bjarki at gmail.com>:
> Hæ. Ég var að muna eftir atriði varðandi tögg á þjóðvegum sem hefur verið að
> fara í taugarnar á mér en ég hef ekki nennt að minnast á fyrr en núna. Ég
> legg til að „héraðsvegir“ verði færðir í tertiary flokkinn frekar en að hafa
> þá í unclassified. Það er vegna þess að:
> *Það er beinlínis ósatt að héraðsvegir heyri ekki undir neina flokkun (séu
> "unclassified"), þeir eru hluti af þjóðvegakerfinu og hafa númer og nafn.
> *Það er ekkert sem mælir með því að héraðsvegir hafi minna vægi á kortum en
> landsvegir (það væri frekar eðlilegra ef það væri öfugt þar sem héraðsvegir
> eru opnir allt árið). Bæði héraðs- og landsvegir ættu að vera merktir sem
> tertiary.
> *Hægt er að nota network taggið til þess að greina á milli héraðs- og
> landsvega.
Ég er sammála þér, við ættum að færa þetta yfir enda hafa þessir vegir
svipað mikilvægi í kerfinu.
Hinsvegar er það ekki tilfellið að vegir sem nota "unclassified" séu
ekki undir neinni flokkun.
Öll þessi vegatögg eins og
motorway/trunk/primary/secondary/tertiary/unclassified eru ættuð úr
breska vegakerfinu þar sem þessi heiti hafa einhverja lagalega stöðu.
Í Bretlandi eru t.d. sérstök lög um Trunk vegi og Unclassified vegir
eru vegir sem sérstaklega hafa ekki neina opinbera flokkun, og eru
líka sérstök lög um hverjir halda þeim við o.s.f.
Allstaðar annarstaðar í OSM heiminum er hinsvegar verið að nota þessar
flokkanir í bara eitthvað oftast eins og hjá okkur í einhverja
stigvaxandi flokkun útfrá mikilvægi vegsins með tilliti til þess
hvernig flestir notendur gagnanna túlka þessi tögg.
En já, endilega færum þetta :)
> Í öðrum fréttum er helst að ég hef aðeins farið yfir OFP gögnin á
> Vestfjörðum, nákvæmni þeirra virðist ágæt heilt yfir nema innanbæjar á
> Ísafirði.
Frábært.
More information about the Talk-is
mailing list