[Talk-is] ourFootPrints.de gögnin öll komin inn nema á Höfuðborgarsvæðinu

Ævar Arnfjörð Bjarmason avarab at gmail.com
Mon Mar 1 04:38:00 GMT 2010


Þegar þetta er ritað eru 218 ourFootPrints.de vegir eftir ókláraðir,
þeir eru allir á höfuðborgarsvæðinu enda höfum við sem vorum að breyta
gögnunum með þöglu samkomulagi verið að þrengja ofp hringinn í þá
áttina (eða svo virðist).

Hérna sést svæðið sem eftir er á OpenStreetMap blogginu mínu:
http://bit.ly/cXSG4x

Það sem eftir er:

    * Það eru vegir í Mosfellsdalnum sem ég veit ekki hvað á að gera
við, ég veit að það er slóði þarna norðan megin við ánna en ekki hvort
þessir slóðar á ofp eru nákvæmir
    * Íbúðargötur í Grafarvoginum sem okkur vantar.
    * Sama í Laugardalnum, ég hef ekki staðþekkingu til að setja þetta
inn eða eyða þessu.
    * Mikið af vegum í Garðabæ og Hafnarfirðinum. Svavar ætlaði víst
að höndla þetta þannig kannski er bara best að leyfa honum það:)

Annars er þetta frábær árangur og flott að þetta sé allt komið inn þó
vissulega sé mikið eftir. Nú er mikið af highway=road vegum út um allt
sem þarf að skoða nánar hvað er og merkja rétt.

Hvað finnst ykkur annars um þessi gögn? Er þetta nytsamlegt og höfum
við áhuga á að flyta inn meira af gögnum frá ourFootPrints? Þetta voru
allir vegirnir en það stendur eftir POI grunnur.


More information about the Talk-is mailing list