[Talk-is] OpenStreetMap

Svavar Kjarrval svavar at kjarrval.is
Mon Nov 15 11:40:16 GMT 2010


Sæl Elsa.

Afrit: Íslenski OpenStreetMap póstlistinn.

Ég ræddi við hina í OpenStreetMap og þeir eru sáttir með að ég sjái um 
að vinna með frumgögnin og dreifi þeim ekkert frekar. Ég tel því að það 
þurfi ekki frekari breytinga á þeim venjulega rammasamningi sem gildir. 
Mér skildist á fundi okkar seinasta miðvikudag að þið mynduð láta mér í 
té miðlínur gatna og stíga, staðsetningu húsnúmera og götuheita og síðan 
hæðarlínur.

Varðandi gögnin frá Reykjavík, þá fengum við gögnin í shapefile og getum 
unnið með það skráarsnið. Gögnin eru á slóðinni 
http://gist.github.com/raw/586658/8604b32f8de1afbb15b990b6e5793f5a7aee6c35/reykjavik-lukr.osm.bz2 
ef þú vilt sjá þau. Þau ættu að rata inn á OpenStreetMap á næstunni.

Með tölvupóstinum fylgir viðhengi úr forritinu JOSM sem ég mun nota til 
að setja inn gögnin. Vona að það veiti einhverja innsýn í 
gagnainnsetningaferlið.

Ef það er eitthvað fleira, ekki hika við að hafa samband við mig.

-- 
Með kveðju / With regards,
Svavar Kjarrval (svavar at kjarrval.is)
s. 863-9900

-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: Capture.PNG
Type: image/png
Size: 106431 bytes
Desc: not available
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20101115/22397c60/attachment-0001.png>


More information about the Talk-is mailing list