[Talk-is] Nesið er Stærra!
Pjetur G. Hjaltason
pjetur at pjetur.net
Sat Aug 13 02:00:50 BST 2011
Sem seltirningur þá veit ég að Reykjavík er á Seltjarnarnesi :-)
EN:
#1
Af hverju er Lambastaðahverfið (fyrsta hverfi á Seltjarnarnesi) og
(seltjarnar--)Mýrarnar í Reykjavík.
Hvar eru mörk milli sveitarfélaga dregin?
Sé þetta ekki augljóslega í JOSM - Ekki von á öðru því ég fikta bara í þessu
við og við - og læri alltaf meir og meir.
Getur einhver mér kunnari lagað þetta.
Sá þetta þegar ég fór að leita í OSMAnd að götum á Seltjarnarnesi, sem
reyndust (fundust) skráðar í Reykjavík.
#2
Mörg hús í Lambastaðahverfi eiga sér nöfn auk númera frá því í den.
Auðvitað á maður að merkja þetta líka eða hvað?
#3
Ég var að duglegur í smá-stund við að setja inn gangstíga og gangstéttir.
Komst svo að raun um að þetta ruglar rútureikninga forrita osmand, navit...
Komst einnig að raun um að reglan í OSM er:
"Ekki vera að flækja málið með gangstéttum"
Þar sem gangstéttir eru skráðar hjá okkur sem hjólabrautir, hlaupastígar,
heilsubótar/útsýnis... stígar, og alls staðar (sum staðar) má keyra yfir þær
þvers og kruss.
Hver er þá stefnan hér? Eða m.ö.o. hvernig eigum við að reyna að uppfylla
okkar kortaþarfir, og hvernig á að gera þetta rétt?
Eða á ég bara að þurrka þetta út?
Kveðja,
Pjetur
More information about the Talk-is
mailing list