[Talk-is] Nesið er Stærra!

Svavar Kjarrval svavar at kjarrval.is
Mon Aug 15 21:00:13 BST 2011


Sælir.

Atkvæði mitt fer í að skrá gögnin og án render=no. Í anda OSM ætti að
skrá alla stíga óháð því hvort þeir liggja meðfram götu eða ekki. Það
ætti ekki að sleppa því að skrá stíga né tiltaka sérstaklega að þá ætti
ekki að rendera.

Gögnin eiga ekki að tiltaka hvort það eigi að teikna eitthvað eða ekki.
Það ætti að vera mál hvers renders forrits fyrir sig hvort og hvernig
það merkir þá stíga.

Ég hvet annars fólk að merkja lækkaða kanta og aðrar aðgengisupplýsingar
ef það getur, því það gagnast hreyfihömluðu fólki og blindum afar vel.
Öryrkjabandalag Íslands hefði örugglega áhuga á þessum upplýsingum og
gæti mögulega veitt okkur aðstoð við að bæta OSM gögnin hvað það varðar.

Með kveðju,
Svavar Kjarrval

On 15/08/11 14:02, Morten Lange wrote:
> Tek undir með þér Þórir
> 
> render=no  hljómar vel.  
> Kannski búa til nýtt tag sem heitir   de-facto pedestrian crossing  / unmarked crossing ?
> 
> 
> Varðandi raunveruleikan, þá mætti samt benda á tvennt :
> 1. Það er viða búið að lækka kanta, sem sýnir að gert sé ráð fyrir að fólk fara þarna yfir í hjólastólum, með barnavöfnum  ( og á reiðhjólum ) .
> 2. Á sumum stöðum eru líka gönguljós.... Kannski óþarfi að setja í forgang að merkja þá samt....
> 3. "Mikill" umferð gangandi (og hjólandi) yfir þessar þveranir er líka ákveðinn veruleiki. En kortgerðarmenn mundu sennilega fúlsa við svoleiðis rök.
> 
> --
> 
> Regards / Kvedja
> 
> Morten Lange, Reykjavík
> 
> --- On Mon, 15/8/11, Thorir Jonsson <thorirmar at gmail.com> wrote:
> 
> From: Thorir Jonsson <thorirmar at gmail.com>
> Subject: Re: [Talk-is] Nesið er Stærra!
> To: "OpenStreetMap in Iceland" <talk-is at openstreetmap.org>
> Date: Monday, 15 August, 2011, 14:44
> 
> Varðandi á gangstéttum og stígum yfir götur, þá mætti færa rök fyrir því að ekki ætti að kortleggja svoleiðis nema þar sem merktar gangbrautir eða gönguljós er að finna (ekki kortleggja eitthvað sem ekki á sér stoð í raunveruleiknaum).  Eins mætti líka færa rök fyrir því að gangandi vegfarendur færu vissulega yfir götuna við t.d. gatnamót og því ástæða til að tengja stíga þar yfir.
> 
> 
> Mín persónulega skoðun er sú að það ætti að tengja stígana svo auðveldara sé fyrir tölvur að reikna út bestu leiðir fyrir gangandi og hjólandi.  Hvernig þetta lítur út á kortinu er eitthvað fyrir renderana að finna út úr.  Kanski ætta að leggja til nýtt tag fyrir þetta, tengingu yfir götu sem ekki sést (render=no t.d.)?
> 
> 
> Kv. Þórir Már
> 
> 2011/8/15 Thorir Jonsson <thorirmar at gmail.com>
> 
> Hér er svar frá mér frá því á laugardaginn sem ég óvart vistaði í stað þess að senda á listann:
> 
> Sælir félagar.
> 
> Ég er sammála Morten og Pjetri, við þurfum að 
> skoða þessi mál með gangstéttar, göngu- og hjólastíga og ákveða hvernig 
> við viljum að þeir séu merktir.  Hér á landi eru lang flestir stígar 
> bæði fyrir gangandi og hjólandi og því erfitt að átta sig á því hvernig 
> eigi að merkja þá.  Sumstaðar eru aðskildar reinar fyrir hjólandi og 
> gangandi annarsstaðar eru engar merkingar.
> 
> 
> Ég hef hingað til merkt hjólastíga sem highway=cycleway og blandaða 
> hjóla- og göngustíga og gangstéttar sem highway=footway, og bicycle=yes.
> 
> Hafið þið einhverjar betri tillögur?  Hvað með tengingar yfir götur og gatnamót?
> 
> 
> Kv. Þórir Már
> 
> 
> 2011/8/15 Baldvin Hansson <baldvin at rogg.is>
> 
> 
>> #2
> 
>> Mörg hús í Lambastaðahverfi eiga sér nöfn auk númera frá því í den.
> 
>> Auðvitað á maður að merkja þetta líka eða hvað?
> 
> 
> 
> Mér finnst ástæða til að merkja bæði. En það er bara mín persónulega skoðun.
> 
> Hef ekki skoðað hvernig þetta er almennt gert þar sem sambærilegar aðstæður
> 
> eru uppi, t.d. í öðrum löndum.
> 
> 
> 
>> #3
> 
>> Ég var að duglegur í smá-stund við að setja inn gangstíga og gangstéttir.
> 
>> Komst svo að raun um að þetta ruglar rútureikninga forrita osmand, navit...
> 
> 
> 
> Mér hefur sýnst að þegar verið er að henda út eldri gögnum og nota í staðinn
> 
> LUKR gögnin þá verði einfaldlega að hafa í huga að það þarf að tengja
> 
> stígana við göturnar hvar sem almennt má telja að "rétt" sé að fara á og af
> 
> stígunum. Ég skoðaði þetta aðeins í kringum Ferjuvog í Reykjavík t.d. þar
> 
> sem mér sýnist eldri gögn hafa verið þokkalega tengd en ný gögn alls ekki.
> 
> Þetta býr til eyjur af stígum sem rútunin (með tilliti til hjólreiða t.d.)
> 
> tekur aldrei inn í myndina og niðurstaðan verður víða fjarri því sem best
> 
> gæti orðið.
> 
> 
> 
> Getur verið að það sé til betri leið, en mér sýnist einfaldlega verða að
> 
> tengja stígana gatnakerfinu á viðeigandi stöðum. En þá fæst líka ágætis
> 
> virkni á þetta.
> 
> 
> 
>> Komst einnig að raun um að reglan í OSM er:
> 
>>       "Ekki vera að flækja málið með gangstéttum"
> 
> 
> 
> Það er reyndar sjónarmið, finnst mér, að á meðan við erum enn ekki komin inn
> 
> með allar helstu götur almennt, þá sé kannski ástæða til að láta vera að
> 
> merkja allar gangstéttar meðfram öllum vegum sem nú eru komnir inn. Vinnunni
> 
> væri betur varið í að þétta veganetið og auka við aðrar staðarupplýsingar á
> 
> svæðum þar sem enn er mikið óunnið. En hins vegar finnst mér alltaf ástæða
> 
> til að líta á stíga sem liggja aðskildir frá vegum þannig að þá eigi að
> 
> kortleggja líkt og vegina, jöfnum höndum (eins og stíg meðfram
> 
> Suðurlandsbraut t.d.).
> 
> 
> 
> Þegar einstaklingur lítur á kortið og skoðar hvaða leið hann getur valið á
> 
> milli tveggja staða (óháð því svo hvað sjálfvirk rútun myndi gera í slíku
> 
> tilfelli) þá er okkur eðlislægt að draga þá ályktun að meðfram götum á
> 
> Íslandi eru gangstéttar og því óþarfi kannski að kortið sýni þær sérstaklega
> 
> til að teljast vel nothæft. En hins vegar hjálpa stígar sem kortið sýnir
> 
> einstaklingnum við að velja leið í slíkum tilfellum.
> 
> 
> 
> mbk,
> 
> Baldvin
> 
> 
> 
> 
> 
> 
> 
> _______________________________________________
> 
> Talk-is mailing list
> 
> Talk-is at openstreetmap.org
> 
> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
> 
> 
> 
> 
> 
> 
> -----Inline Attachment Follows-----
> 
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
> 
> 
> 
> 
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is



More information about the Talk-is mailing list