[Talk-is] Nesið er Stærra!

Pjetur G. Hjaltason pjetur at pjetur.net
Wed Aug 17 15:12:44 BST 2011


#3

Smá útskýring (og enn fleiri spurningar) : 

Ég er að fikta við að nota þetta eins og venjulegir notendur (ekki nördar eins 
og ég) myndu nota þennan gagnagrunn.

Ég hef verið að angra fjölskyldu mína með því að aka um borg og sveitir alltaf 
með navit, osmand, eða eitthvað svipað í gangi (og skrá stundum niður slóðir 
þess meðfram).
Ýmislegt kemur í ljós, sum svæði eru fín og flott, önnur ansi skrautleg.

Mest er þetta sýnilega misræmi í merkingum gatna, slóða...

Og þegar ég fór að bæta við gangstígum og bílastæðum í næsta nágrenni við 
heimili mitt þá fór ýmislegt skrautlegt að gerast í rútun.

Skemmtileg leiðarlýsing:

http://openrouteservice.org/index.php?start=-21.980439,64.146848&end=-21.984238,64.149987&zoom=15&pref=Pedestrian&lang=en

Prófaði fleiri rútuforrit með Bíl/Göngu/hjóla-ferð frá bílastæðinu á 
Tjarnarbóli, út á bílastæðið við Hagkaup. flest með svipaðri niðurstöðu.
Sum geta meir að segja ekki reiknað þetta út, eða komast að mjög skrautlegum 
niðurstöðum!

Navit leit t.d. á að það mætti *aka yfir gangstíginn* við Nesveg og rútaði
því *beint frá bílastæðinu yfir gangstíg, yfir á Nesveg* og þaðan rétta leið.
Það er ekki hægt að aka af bílastæðinu yfir gangstíginn, hæðarmunur of mikill, 
veggur/kantur, gróður...
Þarf t.d. að taka fram að *ekki* sé hægt að aka yfir gangstíginn á *þessum 
kafla*, laga breidd gatna, stíga...?

Ég lít nú á þetta sem *MINN* klaufaskap, þ.e. merkingar og tengingar ekki 
réttar, sem komast ekki rétt til skila ==> undarlegar leiðarlýsingar.

M.ö.o. hið gamla tölvulögmál Garbage In == Garbage out

>Thorir Jonsson:
> Ég hef hingað til merkt hjólastíga sem highway=cycleway og blandaða hjóla-
> og göngustíga og gangstéttar sem highway=footway, og bicycle=yes.


Akkúrat!  --- Þetta var/er ekki svo, því ég merkti:
highway=path
foot=designated
bicycle=yes
surface=...

Sem fer greinilega ekki vel saman í rútuforritum. Örugglega höfum við báðir 
rétt fyrir okkur, en það er ekki málið, því við viljum hafa *samræmi* í 
gögnum.

En vil sem sagt hvetja OSM-félaga til að nota openrouteservice.org, osmand, 
navit, yournavigation.org og svipað, til að sannreyna, prófa hvort gögn séu 
skynsamlega uppsett.

Er til einhverskonar einingarprófunar-kerfi fyrir ferla (rútun)?
Það er t.d. einfalt að senda sjálfvirkt - hnit á heima-bílastæðinu og 
hagkaups-planinu inn í openrouteservice  - og skoða svo myndir af rútun.
Ekki al-sjálfvirkt, en þó eitthvað, og ein mynd segir oft meir en þúsund orð.

Kveðja,
PjeturMore information about the Talk-is mailing list