[Talk-is] Er að skoða hjólastígana
Kalli G
kalli at ekkert.org
Mon Jan 3 08:43:25 GMT 2011
Takk fyrir greinargóðar upplýsingar, þær eiga eftir að nýtast vel. Mitt
markmið með þessum vangaveltum er það að fá hjólavefsjá til að virka að
eitthverju marki eins og til er ætlast.
Ég er svo mikill nýgræðingur í þessum málun að ég efast stórlega að okkar
fundur myndi skila okkur miklu, (að okkur báðum ólöstuðum). Ég byrjaði
líkelga að sýna þessu verkefni áhuga á álíka tíma og þú, Þ.E. þegar umræðan
um hjólavfefsjá fór á skrið.
Svo á ég líka frekar erfvitt með mannamót þessi misserin, þar sem að ég
stunda af kappi langar og strangar næturvaktir.
Fyrir mér hafa samt eylífar vangaveltur, skoðanir og skilgreiningar á
hjóavísum, reinum, greinum stígum slóðum, leiðum, vegköntum, gangbrautum og
þessháttar bara verið til travala, þvæst fyrir og ruglað mig í ríminu.
Hreinlega tafið mig í að koma eitthverju í verk.
Stæðsta vandamálið sem ég sé í sambandi við þessa hjóavefsjá eru skortur á
tengingum á milli "hjólaleiða" þ.e.hjóaleiða sem td. fara í gegnum eða yfir
almennar umferðargötur. Þar slitnar oft leiðin og routing vélin fer skrítnar
krókaleiðir.
Ég ætla að klára seltjarnarnes og vesturbæ eftir reglunum sem eru á wiki
síðunni við fyrsta tækifæri (hvenær sem það verður) og skoða svo virknina á
vefsjánni.
En áður en ég geri það þarf ég að verða mér uppi um upplýsingar um hvaða
"tög" henta ridethecity vefsjánni best.
Kv.
Kalli
2011/1/3 Arni Davidsson <arnid65 at gmail.com>
> Sæll Karl
>
> Ég væri til í að hittast og skoða þetta saman. Til dæmis gæti ég komið
> eftir kl. 15 á morgun eða á fimmtudaginn.
>
> Einu raunverulegu hjólastígarnir eru á köflum frá Ægisíðu inn eftir
> Fossvogsdal, og í Lönguhlíð og um 200 m bútur á Laugavegi. Allir aðrir
> stígar eru blandaðir göngu og hjólreiðastígar og þar á ekki að vera nein
> miðlína eða 1+2 lína (hjólarein eins og þú kallar það á Sæbrautinni).
> Reykjavíkurborg er búin að gefa það út að þeir séu hættir að skipta þessum
> blönduðu stígum upp með línu í svo kallaða 1+2 stíga. Borgin tímir hinsvegar
> ekki að afmá þær þannig að þær verða lengi að hverfa. Eftir það ætti
> venjuleg hægri umferð að gilda á stígunum með framúrtöku vinstra megin ef
> aðstæður leyfa.
>
> Samkvæmt umferðarlögum eiga gangandi vegfarendur forgang fram yfir hjólandi
> á stígum og gangstéttum með blandaðri umferð sbr. 4 mgr. 39. gr.:
> "Heimilt er að hjóla á gangstétt og gangstíg, enda valdi það ekki gangandi
> vegfarendum hættu eða óþægindum. Hjólreiðamaður á gangstétt eða gangstíg
> skal víkja fyrir gangandi vegfarendum." Það er með þessu undanþáguákvæði sem
> hjólreiðar eru leyfðar á stígum og gangstéttum.
>
> Þessir blönduðu göngu og hjólreiðastígar og gangstéttir sem eru merktar á
> hjólakorti Reykjavíkurborgar og á höfuðborgarsvæðinu eru misjafnir.
> Sumstaðar eru þeir ágætir, einkum þar sem stígsýnin er góð og umferð
> gangandi er lítil. Aðrir henta illa til hjólreiða, a.m.k. á venjulegum
> hraða.
>
> Það er spurning hvernig á að merkja þessa stíga.
>
> Annaðhvort ættu þeir að vera Tag:highway=footway with <http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Tag:bicycle%3Dyes>
> Tag:bicycle=yes <http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Tag:bicycle%3Dyes> sem
> rímar betur við stöðu þeirra skv. umferðarlögum eða þá með:
> Tag:highway=path <http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Tag:highway%3Dpath>
> with Tag:bicycle=yes<http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Tag:bicycle%3Dyes>
> and Tag:foot=yes <http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Tag:foot%3Dyes>.
> En sem fyrr segir eiga blönduðu stígarnir ekki að vera með línu sem skiptir
> þeim í framtíðinni.
> *
> *Raunverulegir hjólastígar ættu að vera með:
> Tag:highway=cycleway<http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Tag:highway%3Dcycleway>en spurning með :
> Tag:foot=designated<http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Tag:foot%3Ddesignated>
> and Tag:segregated=yes<http://wiki.openstreetmap.org/w/index.php?title=Tag:segregated%3Dyes&action=edit&redlink=1>.
>
> *
> *Hver útkoman er í hjólavefsjánni m.v. þessar merkingar veit ég ekki.
> Hugsanlega þarf að taka tillit til þess?
>
> Til viðbótar við stígana eru síðan hjólavísar á götum. Þeir eru á Suðurgötu
> sunnan Hringbrautar, Einarsnesi, Langholtsvegi og Laugarásvegi. Suðurgata
> norðan Hringbrautar er með hjólarein í norðurátt gegn einstefnu bíla og
> hjólavísa í suðurátt á bílaakreininni.
>
> kveðja
> Árni Davíðsson
> formaður Landssamtaka hjólreiðamanna
> www.LHM.is
> s: 862 9247
>
> *
>
>
>
> *
> 2011/1/2 Karl Georg <kalli at ekkert.org>
>
>> Fysti pósturinn minn virðist ekki hafa skilað sér enn hann má sjá hér að
>> neðan, og reyndar í fyrra svari mínu líka:
>>
>> Kv.
>> Kalli
>>
>>
>>
>> 2011/1/2 Kalli G < <kalli at ekkert.org>kalli at ekkert.org>
>>
>>> *Hæ,*
>>> *Mig langar svolítið að yfirfara hjólastígana með því að leiðarljósi að
>>> festa saman leiðir sem sem virka ekki í hjólavefsjá vegna þess að "endar ná
>>> ekki saman". Fysta skref mitt er að fara yfir obinbert hjólakort
>>> reykjavíkurborgar,sjá:*
>>> <http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-3546/5704_view-1026/>
>>> http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-3546/5704_view-1026/
>>> Heildarkort af Reykjavík 2010 (PDF útgáfa - 2,7 MB)<http://www.reykjavik.is/Portaldata/1/Resources/framkvaemdasvid/gongu_og_hjolastigar/hjolreidakort-rvk-2010.pdf>
>>>
>>> *Markmið mitt er að fullvissa mig um að ofangreint grunn net verði
>>> heilt.*
>>>
>>> Ég mun notast við þessar reglur sem eru hér:
>>> <http://wiki.openstreetmap.org/wiki/WikiProject_Iceland/Cycleways>
>>> http://wiki.openstreetmap.org/wiki/WikiProject_Iceland/Cycleways
>>> Rules for cycleways in Reykjavík
>>>
>>> - When the bike symbol is present, these are tagged as
>>> Tag:highway=cycleway<http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Tag:highway%3Dcycleway> and
>>> also have Tag:foot=designated<http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Tag:foot%3Ddesignated>
>>> and Tag:segregated=yes<http://wiki.openstreetmap.org/w/index.php?title=Tag:segregated%3Dyes&action=edit&redlink=1>.
>>> These paths will be rendered with blue line on the slippymap.
>>> - Where there is no sign on the road showing that bikes are
>>> permitted, use Tag:highway=path<http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Tag:highway%3Dpath>
>>> with Tag:bicycle=yes<http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Tag:bicycle%3Dyes>
>>> and Tag:foot=yes <http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Tag:foot%3Dyes>.
>>> These will be rendered with a red line.
>>> - It is also useful to have Tag:surface=paved<http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Tag:surface%3Dpaved>,
>>> and to mark bridges and tunnels with Tag:bridge=yes<http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Tag:bridge%3Dyes>
>>> and Tag:tunnel=yes<http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Tag:tunnel%3Dyes>
>>> .
>>>
>>>
>>> Það er samt í smá vandræðum með að treysta þessu útgefna hjólakorti frá
>>> reykjavíkurborg, því að þeir segja að ef að ef það er svört lína í miðju
>>> korti þá er það highway=cycleway eins og er talað er um efst í þessum
>>> reglum. Ég er nokkuð viss um að í raun séu aðskildar hjólareinar á fleyri
>>> stöðum en gefið er upp á kortinu. Td. er ég nokkuð viss um að á sæbrautinni
>>> sé aðskilin hjólarein frá göngustíg.
>>> Getið þið staðfest þetta og aðstoðað mig við að finna út hvernig
>>> stígarnir eru merktir í raun.
>>>
>>> Ætti ég að athuga hvort snillingarnir í fjallahjólaklúbbnum og
>>> hjólreiðafélaginu geti aðstoðað við upplýsingaöflun varðandi þetta ?
>>>
>>> --
>>> Kveðja,
>>> Karl Georg
>>>
>>
>>
>> _______________________________________________
>> Talk-is mailing list
>> Talk-is at openstreetmap.org
>> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>>
>>
>
>
> --
> Árni Davíðsson
> arnid65 at gmail.com
> arnid.blog.is
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>
>
--
Kveðja,
Karl Georg
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20110103/8f417796/attachment-0001.html>
More information about the Talk-is
mailing list