[Talk-is] Að flytja inn GNS gögnin á einfaldan hátt

Ævar Arnfjörð Bjarmason avarab at gmail.com
Tue Mar 15 16:11:35 GMT 2011


2011/3/15 Daníel Gunnarsson <danielgunnars at gmail.com>:

Breyti aftur subjectinu í eitthvað almennara...

> Svo langar mér að benda þér á umræðu sem fór fram hér á póstlistanum 2008
> (og framhald 2009) þar sem verið var að ræða um innfluttning GNS
> gagnasetsins inn í OSM grunninn. GNS gagnasettið fyrir Ísland inniheldur
> örnefni m.a. nöfn fjalla og dala. Vandamálið við þessi gögn er að þau eru
> mjög ónákvæm í staðsetningu og hafa því ekki enn verið flutt inn. Það kom
> hinsvegar ýmislegt fram í þessari umræðu sem gæti nýst þér við að setja
> örnefni inn í gruninn t.d. að leggja hæðarlínur (sem eru reyndar einnig
> ónákvæmar) eða loftmyndir undir.

Jamm, GNS gögnin eru oft nothæf, en ekki góð as-is. Ég benti á í
þessum upprunalegu umræðum (ef ég man rétt, ekki gott netsamband
hérna) að við gætum búið til eitthvað tól til að setja ákveðin svæði
hægt inn með mannlegri yfirsjón.

Þar sem ekkert hefur gerst í því var það plan líkast til of
flókið. Annað sem við gætum gert er að flytja inn "skuggagögn" eins og
við gerðum með OurFootPrints og LUKR gögnin, það gekk mjög
vel. Þ.e. flytja þetta inn sem t.d. gns:natural=peak, svo þyrfti
handvirkt að færa tindana á réttan stað (t.d. eftir Landsat eða Bing
myndum), og fjarlægja svo "gns:" úr tagginu.

Hvað finnst ykkur um það? Ég gæti höndlað svoleiðis import ef einhver
annar verður ekki fljótari til þess.



More information about the Talk-is mailing list