[Talk-is] Áherslubreyting

Svavar Kjarrval svavar at kjarrval.is
Wed Mar 23 13:07:02 GMT 2011


Sæll póstlisti.

Er búinn að yfirfara LUKR gögnin í góðum hluta Reykjavíkur og ég held að 
það sé ekki mikið eftir af svæðum í Reykjavík sem ég þekki nógu vel. Því 
vona ég að einhver gæti tekið við verkinu og reddað öðrum hverfum. Þau 
hverfi sem eru búin að því leiti: Seljahverfi, Breiðholt, Ártúnsholt, 
Árbær, Bryggjuhverfi, Grafarvogur, Norðlingaholt og Grafarholt. Þekki 
þau seinustu tvö ekki nógu vel til að fullklára þau svo þau þafnast 
yfirferðar.Það gæti verið í framtíðinni að ég taki eitt og eitt svæði 
fyrir en ég vona að einhver annar geti tekið frá tíma og hafið yfirferð 
á öðrum svæðum.

Fyrir forvitna er áherslan mín farin yfir í útlínur húsa, sbr. 
Breiðholtið 
(http://www.openstreetmap.org/?lat=64.1053&lon=-21.81332&zoom=15&layers=M) 
og beiðnir til bæja um gögn sem gagnast OSM og síðan að vinna með þau 
gögn. Læt vita þegar ég fæ gögn í hendurnar en ég hef haft samband við 
þessa bæi (hingað til):
Hveragerði
Árborg
Akranes
Borgarbyggð
Kópavogur
Mosfellsbær

Með kveðju,
Svavar Kjarrval



More information about the Talk-is mailing list