[Talk-is] Númeravæðing húsa á OSM
Svavar Kjarrval
svavar at kjarrval.is
Tue Oct 4 17:16:51 BST 2011
Sælt veri fólkið.
Nú er búið að teikna húsalínur nær allra húsa í Reykjavík og á
Seltjarnarnesinu. Vil ég þakka þeim sem stóðu að því verki. Af því
tilefni vil ég reyna að koma á átaki til að setja númer á húsin.
Fyrsti liðurinn í átakinu er að fólk setji húsnúmer þar sem það býr (ef
það er búið að teikna húslínuna) og í nágrenninu. Jafnframt væri frábært
ef það myndi gera slíkt hið sama við hús vina, kunningja og ættingja. Ef
húsin hafa sérstök (opinber) nöfn, merkið þau inn líka.
Annar liðurinn er að merkja helstu fyrirtæki og stofnanir á sama hátt.
Því nákvæmari sem merkingin er, því betri.
*Hvernig*
Notaður er addr lykillinn (http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Key:addr)
og þá aðallega addr:housenumber og addr:housename.
addr:housenumber:
Gildið er húsnúmerið og ef bygging hefur mörg húsnúmer er hægt að telja
þau upp með kommum, t.d. ‚12b,12c‘.
Ef um er að ræða lengju af húsnúmerum, athugið hvort þið getið aðskilið
byggingarnar og merkt hverja og eina. Fer samt eftir aðstæðum hvort og
hvernig þið gerið það. Það er betra að merkja mörg húsnúmer á lengju en
að merkja það alls ekki. Einhver getur aðskilið byggingarnar síðar ef þarf.
addr:housename:
Gildið er einfaldlega nafnið á húsinu. Notið þekktasta húsnafnið ef þau
eru mörg. Veit ekki hvort það sé hægt að aðskilja með kommum ef þau eru
mörg.
addr:street
Nöfn á götum eru merkt inn með því að búa til relation með öllum
byggingum sem tilheyra götunni ásamt götunni sjálfri. Þar er sett inn
tagið addr:street og gildið er götuheitið í nefnifalli. Setja má inn
addr:postcode sem er póstnúmerið sem gatan tilheyrir.
---
Tengt þessu átaki mun ég einhvern tímann á næstu vikum keyra um
Breiðholtið og safna húsnúmerum. Síðan mun ég velja stað þar og senda
kort af honum með beiðnum til bæjarfélaga um kortagögn. Nema auðvitað að
annar staður henti betur til þess.
Með kveðju,
Svavar Kjarrval
More information about the Talk-is
mailing list