[Talk-is] Hjólavefsjáin
Björgvin Ragnarsson
nifgraup at gmail.com
Thu Sep 29 02:48:52 BST 2011
Sæll Árni,
> Nú er lén hjólavefssjár (http://www.hjolavefsja.is/) óvirkt.
> Ætlaði Reykjavíkurborg ekki að borga fyrir lénið og halda því úti?
> Hvernig var samkomulagið?
>
> Við hjá LHM komum ekki að þessu en það er bagalegt ef lénsnafnið liggur
> niðri því það er vísað á það.
>
Ég gaf Reykjavíkurborg lénið fyrir ári síðan og greiddi fyrsta árgjaldið. Ég
hefði mátt vera skýrari á því við Pálma að borgin þarf að endurnýja lénið
árlega ef hún vil nota það fyrir hjólavefsjár-verkefnið sitt. Það var því
ekkert samkomulag annað en að borgin útvegaði gögn og gaf leyfi fyrir að þau
yrðu notuð í OpenStreetMap kortagrunninum. Þó fengust ekki hæðarlínur sem
hljóta að teljast mikilvægar upplýsingar fyrir hjólreiðafólk í Reykjavík.
> Sjálf vefsjáin virkar að mörgu leyti vel en hún er á léninu:
> http://is.ridethecity.com/iceland.
>
> Það er helst "öruggari leið" sem finnir soldið skrítnar leiðir.
> öruggari leið: http://is.ridethecity.com/iceland#1606113
> örugg leið: http://is.ridethecity.com/iceland#1606114
> bein leið: http://is.ridethecity.com/iceland#1606115
>
>
Á síðunni er tekið við athugasemdum um leiðir undir valmöguleikanum
"aðgerðir fyrir leið". Ég kann ekki frekari skýringar á hvernig leiðir eru
valdar, best er að hafa samband beint á info hjá ridethecity.com. Ath. að
RideTheCity er ekki eina hjólavefsjáin sem byggir á OpenStreetMap gögnum,
t.d. er önnur hér http://mapq.st/nwJs6W og ítarlegri listi yfir vefsjár
hér: http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Routing/online_routers.
kv.
Björgvin Ragnarsson
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20110929/5e240507/attachment.html>
More information about the Talk-is
mailing list