[Talk-is] Mánudagshittingur 6. ágúst

Svavar Kjarrval svavar at kjarrval.is
Sun Aug 5 18:27:25 BST 2012


On 05/08/12 17:24, Svavar Kjarrval wrote:
> Hæ.
>
> Þar sem Tryggvi mun líklegast vera of upptekinn til þess að hafa
> mánudagshitting FSFÍ ætla ég að ræna atburðinum og láta hann snúast um
> OpenStreetMap (OSM). Þessi ákveðni hittingur er fyrir okkur sem af
> einhverjum ástæðum eru á höfuðborgarsvæðinu um þessa helgina. Ef mikill
> áhugi er meðal þeirra sem geta ekki mætt er alveg möguleiki að endurtaka
> fundarefnið síðar.
>
> Á fundinum verður tekið fyrir hvernig hinn venjulegi einstaklingur getur
> hjálpað til við gagnaöflun fyrir OSM án þess að gera þá kröfu að hann
> setji gögnin inn sjálfur. Síðan eru til leiðir til gagnaöflunar sem gera
> fólki kleift að afla gagna án þess að fara út úr húsi eða breyta dagskrá
> sinni. Mikið verk er fyrir höndum og því væri gott ef fleiri myndu taka
> þátt í gagnaöflun þar sem mörg svæði þarfnast frekari gagna, bæði á
> höfuðborgarsvæðinu[1] og út á landi.
>
> OpenStreetMap er verkefni rekið í þeim tilgangi að útvega frjáls og opin
> kortagögn fyrir allan heiminn. Gögnin er hægt að nota í ýmsum tilgangi,
> meðal annars til þess að búa til kort yfir hjólastólaaðgengi [2].
>
>
> [1] http://www.openstreetmap.org/?lat=64.1027&lon=-21.8814&zoom=12&layers=M
> [2] http://wheelmap.org/?zoom=17&lat=64.14719&lon=-21.94193&layers=BT
>
> Með kveðju,
> Svavar Kjarrval
>

Hann fer fram að venju í Bíó Paradís að Hverfisgötu kl. 20:00 og stendir
til um 22:00.

http://www.openstreetmap.org/export/embed.html?bbox=-21.927413,64.144789,-21.92331,64.146674&layer=mapnik&marker=64.14570,-21.92601

- Svavar

-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: signature.asc
Type: application/pgp-signature
Size: 836 bytes
Desc: OpenPGP digital signature
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20120805/0dcca00f/attachment.pgp>


More information about the Talk-is mailing list