[Talk-is] Strætó eykur umsvifin - og veitir okkur tækifæri

Svavar Kjarrval svavar at kjarrval.is
Sat Aug 25 23:28:10 BST 2012


Hæ.

Fréttablaðið fjallaði í morgun um áætlanir Strætós að keyra reglulega út
á land (
http://www.visir.is/straeto-bydur-ferdir-til-fjorutiu-kaupstada/article/2012708259907).
Það eitt er ekki nýtt en hins vegar getur það orðið gagnlegt fyrir okkur.

Þessar ferðir verða án efa á rauntímakortinu á straeto.is og við getum
notað það til að fá GPS hnit af þjóðveginum. Það eina sem einhver þyrfti
að gera væri að semja scriptu sem flettir nokkuð oft upp á
rauntímakortinu og skrá niður hnitin í gagnagrunn. Hnitin gætum við
síðan importað í editor og notað til að leiðrétta þjóðveginn. Því oftar
sem Strætó keyrir um svæðið, því nákvæmari ætti þjóðvegurinn að geta
orðið inn á OSM. Gefið að það sé ekki þá þegar til nákvæmari gögn fyrir
svæðið.

Þessi sama hugmynd gildir fyrir núverandi ferðir Strætós um suðurlandið.

- Svavar Kjarrval
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20120825/ce9f4caa/attachment.html>
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: signature.asc
Type: application/pgp-signature
Size: 836 bytes
Desc: OpenPGP digital signature
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20120825/ce9f4caa/attachment.pgp>


More information about the Talk-is mailing list