[Talk-is] Strætó eykur umsvifin - og veitir okkur tækifæri

Thorir Jonsson thorirmar at gmail.com
Mon Aug 27 11:43:30 BST 2012


Ég var talsvert í því að safna GPS trökkum þegar ég byrjaði að kortleggja
fyrir OSM, enda var það eina leiðin til að kortleggja göturnar áður en
almennilegar loftymndir voru tiltækar.  GPS trökk er vel hægt að nota til
að kortleggja göturnar nokkuð nákvæmlega, sérstakelga þegar kominn er
nokkur fjöldi þeirra (og helst úr mismunandi GPS tækjum).  Þetta sést
ágætlega ef skoðaður er hringvegurinn milli Hveragerðis og Selfoss í JOSM.
GPS trökkin falla nær öll innan marka götunnar á BING loftmyndinni, svo ef
gætan væri teiknuð eftir miðju allra gps trakkanna myndi hún falla nær
algjörlega beint á miðju götunnar á myndinn.  Með öðrum orðum, GPS trökkin
og myndin virðast vera í fullkomnu samræmi hvort við annað, svo kortlagning
eftir hvoru sem er ætti að vera jafn nákvæm.

Það væri því frábært að geta harvestað þessi gögn frá Strætó.

Hvernig er með útkeyrslufyrirtækin á landinu, t.d. pizza staði og póstinn?
Eru þau að búa til GPS logga?  Það væri mjög gott að geta komist í þau.

Kv. Þórir Már



2012/8/26 Guðmundur Bjarni Ólafsson <gudmundur.bjarni at gmail.com>

> Sæll,
>
> Það er lítið mál að sækja upplýsingar úr rauntímakortinu og ég á einmitt
> eina slíka sem sækir gögnin á 15 sec fresti, og það væri auðvelt að sía út
> fyrir ákveðnar leiðir.
>
> Ég held að aðal spurningin verði hverskonar leyfi þeir séu með á þessum
> gögnum og hvort þeir vilji yfir höfuð að þau séu notuð í þessum tilgangi.
>
> kveðja,
> Guðmundur Bjarni
>
>
> 2012/8/25 Svavar Kjarrval <svavar at kjarrval.is>
>
>>  Hæ.
>>
>> Fréttablaðið fjallaði í morgun um áætlanir Strætós að keyra reglulega út
>> á land (
>> http://www.visir.is/straeto-bydur-ferdir-til-fjorutiu-kaupstada/article/2012708259907).
>> Það eitt er ekki nýtt en hins vegar getur það orðið gagnlegt fyrir okkur.
>>
>> Þessar ferðir verða án efa á rauntímakortinu á straeto.is og við getum
>> notað það til að fá GPS hnit af þjóðveginum. Það eina sem einhver þyrfti að
>> gera væri að semja scriptu sem flettir nokkuð oft upp á rauntímakortinu og
>> skrá niður hnitin í gagnagrunn. Hnitin gætum við síðan importað í editor og
>> notað til að leiðrétta þjóðveginn. Því oftar sem Strætó keyrir um svæðið,
>> því nákvæmari ætti þjóðvegurinn að geta orðið inn á OSM. Gefið að það sé
>> ekki þá þegar til nákvæmari gögn fyrir svæðið.
>>
>> Þessi sama hugmynd gildir fyrir núverandi ferðir Strætós um suðurlandið.
>>
>> - Svavar Kjarrval
>>
>> _______________________________________________
>> Talk-is mailing list
>> Talk-is at openstreetmap.org
>> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>>
>>
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>
>
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20120827/3de7db97/attachment-0001.html>
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: JOSM_Screenshot.png
Type: image/png
Size: 745006 bytes
Desc: not available
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20120827/3de7db97/attachment-0001.png>


More information about the Talk-is mailing list