[Talk-is] Landupplýsingagáttin

Svavar Kjarrval svavar at kjarrval.is
Mon Aug 27 13:23:51 BST 2012


On 20/08/12 15:05, Ævar Arnfjörð Bjarmason wrote:
> 2012/8/20 Svavar Kjarrval <svavar at kjarrval.is>:
>> On 20/08/12 13:12, Ævar Arnfjörð Bjarmason wrote:
>>> 2012/8/19 Svavar Kjarrval <svavar at kjarrval.is>:
>>>> Var að prófa landupplýsingagátt Landmælinga Íslands og sá að þeir bjóða upp
>>>> á WMS afhendingu sem þeir lista á vefsíðunni þeirra. Væri það þess virði að
>>>> fá leyfi til að nota þær fyrir OpenStreetMap? Þeir gefa upp slóðina á
>>>> færslunni sjálfri svo það getur varla verið um leyndarmál að ræða.
>>> Ég og Þórir fórum á fund með LMÍ fyrir nokkrum árum í von um að fá að
>>> nota eitthvað að gögnunum þeirra.
>>>
>>> Í stuttu máli vildi forstjóri LMÍ ekki gefa okkur gögn undir frjálsu
>>> leyfi, ástæðan verandi:
>>>
>>>  * Skv. lögum eru stofnanir eins og LMÍ með höfundarrétt á gögnum sem
>>> þær búa til.
>>>
>>>  * Þeim er gert að standa undir sínum rekstri
>>>
>>>  * Í tilfelli LMÍ er þetta gert með að selja aðgang að sínum
>>> landsupplýsingagrunni.
>>>
>>>  * Það væri mögulegt fyrir þá að gefa okkur eitthvað undir frjálsu
>>> leyfi, en með fjármálaóvissuna (þetta var nokkrum mánuðum eftir hrunið
>>> ef ég man rétt) voru þeir ekki til í það.
>>>
>>> Það væri vel þess virði að spurja aftur, en bara þótt þeir séu með WMS
>>> þjón þýðir það ekki að við getum notað gögn af honum.
>>> _______________________________________________
>>> Talk-is mailing list
>>> Talk-is at openstreetmap.org
>>> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>> Þetta seinasta er rétt. Þeir nefndu þetta með að þótt gögnin séu þarna
>> þýðir ekki að það sé leyfilegt að nota þau. Sendi þó tölvupóst og spurði
>> svo nú er það bara að bíða eftir svari. Þær manneskjur sem ég ræddi við
>> símleiðis voru persónulega fyrir því að gögn LMÍ ættu að vera frjáls en
>> lögin bundu hendur þeirra.
> Ég er ekki lögfróður um þetta og það getur vel verið að ég fari með
> rangt mál, en ég held að það sé ekki rétt að lögin bindi hendur
> þeirra.
>
> Lögin eru þannig strúktúruð held ég að það er erfitt fyrir þessar
> stofnanir að gefa út gögn sem dýrt er að búa til öðruvísi en að
> aðgangur sé seldur vegna þess hvernig fjárveitingar til þessara
> stofnana virka. Þetta er ekki tilfellið t.d. í Bandaríkjunum þar sem
> öll svona gögn eru frjáls, þannig sala af þeim er ekki reiknuð við
> fjárveitingar.
>
> En ég er nokkuð viss um að þær gætu samt ákveðið að gefa út gögn undir
> frjálsum leyfum, á sama hátt og þessar stofnanir gefa núna undir gögn
> sín undir séreignarleyfum.
>
> Af því gefnu ætti ekki að vera óhugsandi semja við þessar stofnanir um
> að fá frjálsan aðgang að gögnum sem þau sitja á, við gætum notað, en
> þau fá ekki tekjur af. T.d. er ég nokkuð viss um að ef við fengjum
> eitthvað eins og punkta fyrir öll fjöll Íslands frá þeim misstu þeir
> ekki af miklum tekjum og það kæmi okkur vel.
>
> Bjarki, vill svo til að þú vitir eitthvað um hvernig þessi mál standa
> lagalega séð?
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
LMÍ svaraði fyrirspurn minni á þann veg að við fengjum ekki að nota
gögnin án þess að greiða samkvæmt verðskrá og ef við ætlum að birta þau
þarf að greiða meira samkvæmt gjaldskrá.

- Svavar
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: signature.asc
Type: application/pgp-signature
Size: 836 bytes
Desc: OpenPGP digital signature
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20120827/fa460d2c/attachment.pgp>


More information about the Talk-is mailing list