[Talk-is] Gögn frá strætó - stoppistöðvar
Björgvin Ragnarsson
nifgraup at gmail.com
Sun Jan 15 16:54:03 GMT 2012
Sæl,
Guðmundur Bjarni kunningi minn (í CC) hefur verið í sambandi við Strætó
undanfarna mánuði varðandi að fá gögn frá strætó til að geta búið til
forrit í símann með uppl. um næsta strætó. Fyrir nokkrum vikum fékk hann
excel skjal með með öllum biðstöðvum strætó,
https://docs.google.com/spreadsheet/ccc?key=0Ag6sYRl_wciAdFlOd3lEQU1JZlNKb1NJSmtNb1RfU0E&hl=en_US#gid=0.
Einar Örn stjórnarmaður í Strætó Bs. sendi honum þetta og í tölvupóstinum
stóð að "þetta er opið og sjálfsagt að deila áfram". Ég snaraði þessu svo á
OSM format, http://pastebin.com/raw.php?i=kEkiGAHS, með eftirfarandi
skriftu: https://github.com/nifgraup/straeto-utilities.
Hefur einhver skoðun á þessari vörpun hjá mér, þ.e. "stutt nafn" verður
name og "langt nafn" verður alt_name?
Einnig, hvernig haldið þið að best sé að setja þetta inn með tilliti til
gagnanna sem fyrir eru?
Ath. að það er möguleiki að við fáum fleiri gögn, t.d. hvaða leiðum hvert
stopp tilheyrir. Starfsmaður Strætó bs. sem er að semja pólisíu um
afhendingu gagna til almennings hafði samband við Guðmund og spurði út í
hvað fleira gæti nýst.
Björgvin
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20120115/7f6c7d46/attachment.html>
More information about the Talk-is
mailing list