[Talk-is] Húsnúmer í Reykjavík (aftur)

Svavar Kjarrval svavar at kjarrval.is
Wed Jun 6 15:39:48 BST 2012


Hæ.

Nú er ég loksins búinn að taka Efra-Breiðholtið eins og ég ætlaði að
gera fyrir löngu síðan. Tilgangurinn með þessum pósti er þó ekki að
monta mig af því heldur til að hvetja ykkur til þess að taka þátt í
þessu verki.

Pæling mín var sú að reyna að koma húsnúmeramerkingunni á fleiri hendur
til að dreifa álaginu. Ein einföld aðferð til þess að framkvæma þetta
væri að prenta út ákveðin svæði á pappír, t.d. með walking-papers.org,
og merkja húsnúmerin inn með gamla mátanum. Í stað þess að prenta út
heilu hverfin væri hægt að prenta út eina og eina götu þegar þið eigið
erindi þangað; Taka blaðið með og merkja húsnúmerin sem á vantar. Ef þið
kunnið ekki að setja húsnúmerin inn á OSM og/eða treystið ykkur ekki til
þess að gera það, megið þið senda mér blöðin og ég geri það fyrir ykkur.

Þar sem húslínur eru takmarkaðar við Reykjavík og Seltjarnarnes þessa
stundina væri þetta verkefni takmarkað við þau svæði, nema þið getið
reddað húslínunum með.

Athugið: Til að það sé öruggt að allir viti af því, þá er ekki í lagi að
taka húsnúmerin af vefjum eins og Borgarvefsjánni, ja.is eða öðrum
kortavefjum.

Nokkur tips:
- Athugið í zoom 17 eða 18 hvort búið sé að merkja húsnúmerin inn á OSM.
Þau sjást ekki í zoom 16 og víðar.
- Merkið húsnúmerin á húsin sjálf en ekki við götuna eða hliðina á þeim.
- Ef hús er raðhús og númerin eru samfelld er í lagi að merkja eingöngu
endahúsin. Merkið endahúsin á réttum stað á kortinu og setjið nokkra
punkta á milli til að gefa til kynna að það eru önnur húsnúmer á milli.
- Ef það gæti verið vafi hvaða götu hús tilheyrir, setjið línu frá
götunni og að húsinu.
- Ekki setja húsnúmer á skúra eða geymslur (nema þær hafi sér númer).

Með kveðju,
Svavar Kjarrval
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: signature.asc
Type: application/pgp-signature
Size: 836 bytes
Desc: OpenPGP digital signature
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20120606/ae6016d6/attachment.pgp>


More information about the Talk-is mailing list