[Talk-is] Varðandi loftmyndir af Garðabæ
baldvin at baldvin.com
baldvin at baldvin.com
Tue Jun 19 23:54:32 BST 2012
Ég kíkti á Mosfellsbæ og sé þetta sama misræmi þar. Myndirnar eru fínar til viðmiðunar við kortagerðina en nýtast ekki beint þar sem þær eru ekki rétt hnitaðar inn. Ég veit fyrir víst að þetta eru loftmyndirnar sem eru rangar og göturnar réttar, svo langt sem það nær. Klárlega eru göturnar mun nær lagi en loftmyndirnar.
Dettur einhverjum í hug leið til að leiðrétta fyrir svona skekkju sjálfvirkt, t.d. með auka lagi af BING myndum með innbyggjanlegri, stillanlegri "skekkju" til að leiðrétta skekkjuna sem er þarna núna? Þá gæti maður tekið minni svæði í einu, leiðrétt fyrir skekkjunni og notað myndirnar þá þannig, skref fyrir skref. Er að hugsa upphátt... en kannski er þetta galið af einhverri augljósri ástæðu.
kv,
Baldvin
-----Original Message-----
From: Helmut Neukirchen [mailto:helmut at hi.is]
Sent: 18. júní 2012 22:41
To: OpenStreetMap in Iceland
Subject: Re: [Talk-is] Varðandi loftmyndir af Garðabæ
More information about the Talk-is
mailing list